Auglýsing

 

konfekt Konfektmolar – próteinríkir, glútenlaustir og ótrúlega næringarríkir hnetusmjör súkkulaði kínóa hnetur vanilla
Hollir og bragðgóðir konfektmolar sem koma á óvart

Kínóakonfektmolar

Kínóakonfektmolar – hljómar kannski einkennilega í fyrstu en þetta kemur á óvart. Kínóa er kjörið í súpur, grauta og salöt. Það er próteinríkt, glútenlaust er ótrúlega næringarríkt og orkugefandi heilkorn. Kónóa inniheldur mikið af trefjum, omega 3 fitusýrum, járni, b-vítamínum og steinefnum. Ekki spara súkkulaðið. Jólin nálgast og einhverjir velja hollara nammi.

Til að gera þetta enn “konfektlegra” er gott að saxa ca 1 dl af marsipani saman við.

KÍNÓAKONFEKTJÓLINSMÁKÖKURHNETUSMJÖR

.

Kínóakonfektmolar

1 b soðið kínóa
1/2 b hnetusmjör – við stofuhita
3 msk gott hunang
1 msk saxaðar hnetur
1 tsk vanilla
smá salt
gott dökkt súkkulaði (ca 70g)

Sjóðið kínóa (ath að hálfur bolli af ósoðnu verður að heilum bolla soðnum), blandið saman í skál kínóa, hnetusmjöri, hunangi, hnetum og vanillu. Blandið vel saman og mótið kúlur. Kælið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar. Kælið

.

KÍNÓAKONFEKTJÓLINSMÁKÖKURHNETUSMJÖR

.

Auglýsing