Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð

Gestir í aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar: Guðbjörg Oddný, Þorbjörg, Sigrún, Sigurjón, Pálína, Sigurlaug Jóna, Vilhjálmur, Rósa, Björn, Anna Sigríður, Aldís, Andri og Sigríður Júlía. Myndir: Árdís Ármannsdóttir Samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð

Í tilefni aldarafmælis Bókasafns Hafnarfjarðar var öllu tjaldað til, sparibollastellið sett á dúkað borðið áður en prúðbúnir gestir mættu og nutu veitinga sem voru í anda enskra síðdegiskaffiboða.

Sannkallaður heiður að fá að útbúa veitingar fyrir hið síunga og ferska bókasafn.

AFTERNOON TEABÓKASAFNHAFNARFJÖRÐURKAFFIBOÐ

.

Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Vilhjálmur B. Bragason hélt stutta tölu, náttúrulega um bókasöfn, um hvernig það er að vera ungur og kúra inni á bókasafni og mikilvægi þeirra fyrir alla sem uppgötva þau í sínu nærumhverfi. Hann kom með yndislega tilvitnun um að bækur væru staðurinn þar sem þú kæmist að því að eitthvað sem þú hélst að bara þú upplifðir ætti sér samhljóm í brjóstum annarra – svo heimili bókanna er sannarlega sá staður þar sem við getum öll lært að þekkja hvort annað.

Gestir í aldarafmælinu voru: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir – Formaður menningar- og ferðamálanefndar
Þorbjörg Bergmann – Deildarstjóri þjónustu Bókasafns Hafnarfjarðar
Sigrún Guðnadóttir – forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
Sigurjón Ólafsson – Sviðstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Pálína Magnúsdóttir – Borgarbókavörður
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir – Bókasafn Kópavogs
Vilhjálmur B. Bragason – Íhlaupasjentilmenni og leikari
Rósa Guðbjartsdóttir – Bæjarstjóri
Björn Pétursson – Forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar
Anna Sigríður Einarsdóttir – fyrrum forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
Aldís Arnardóttir – Forstöðumaður Hafnarborgar
Andri Ómarsson – Viðburðastjóri Hafnarfjarðarbæjar
Sigríður Júlía Sighvatsdóttir – Bókasafn Garðarbæjar

Einnig voru í boðinu Jón Atli Magnússon, menningar- og ferðamálanefnd og Sveinbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna

AFTERNOON TEABÓKASAFNHAFNARFJÖRÐURKAFFIBOÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Fíkjur með geitaosti og hunangi

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi. Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.