Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð

Gestir í aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar: Guðbjörg Oddný, Þorbjörg, Sigrún, Sigurjón, Pálína, Sigurlaug Jóna, Vilhjálmur, Rósa, Björn, Anna Sigríður, Aldís, Andri og Sigríður Júlía. Myndir: Árdís Ármannsdóttir Samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð

Í tilefni aldarafmælis Bókasafns Hafnarfjarðar var öllu tjaldað til, sparibollastellið sett á dúkað borðið áður en prúðbúnir gestir mættu og nutu veitinga sem voru í anda enskra síðdegiskaffiboða.

Sannkallaður heiður að fá að útbúa veitingar fyrir hið síunga og ferska bókasafn.

AFTERNOON TEABÓKASAFNHAFNARFJÖRÐURKAFFIBOÐ

.

Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Aldarafmæli Bókasafns Hafnarfjarðar – síðdegiskaffiboð
Vilhjálmur B. Bragason hélt stutta tölu, náttúrulega um bókasöfn, um hvernig það er að vera ungur og kúra inni á bókasafni og mikilvægi þeirra fyrir alla sem uppgötva þau í sínu nærumhverfi. Hann kom með yndislega tilvitnun um að bækur væru staðurinn þar sem þú kæmist að því að eitthvað sem þú hélst að bara þú upplifðir ætti sér samhljóm í brjóstum annarra – svo heimili bókanna er sannarlega sá staður þar sem við getum öll lært að þekkja hvort annað.

Gestir í aldarafmælinu voru: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir – Formaður menningar- og ferðamálanefndar
Þorbjörg Bergmann – Deildarstjóri þjónustu Bókasafns Hafnarfjarðar
Sigrún Guðnadóttir – forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
Sigurjón Ólafsson – Sviðstjóri þjónustu- og þróunarsviðs
Pálína Magnúsdóttir – Borgarbókavörður
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir – Bókasafn Kópavogs
Vilhjálmur B. Bragason – Íhlaupasjentilmenni og leikari
Rósa Guðbjartsdóttir – Bæjarstjóri
Björn Pétursson – Forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar
Anna Sigríður Einarsdóttir – fyrrum forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar
Aldís Arnardóttir – Forstöðumaður Hafnarborgar
Andri Ómarsson – Viðburðastjóri Hafnarfjarðarbæjar
Sigríður Júlía Sighvatsdóttir – Bókasafn Garðarbæjar

Einnig voru í boðinu Jón Atli Magnússon, menningar- og ferðamálanefnd og Sveinbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna

AFTERNOON TEABÓKASAFNHAFNARFJÖRÐURKAFFIBOÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.