Anna Rósa – hátíðlegt kaffiboð

Anna Rósa Bjarnadóttir jólin smákökur marengs bóndakökur rúsínukökur
Anna Rósa Bjarnadóttir bauð í hátíðlegt kaffiboð

Anna Rósa Bjarnadóttir kallar sko ekki allt ömmu sína. Hún á það til að slá upp heilu veislunum með lítilli fyrirhöfn.

ANNA RÓSA SALÖTSMÁKÖKURJÓLIN

.

Bóndakökur uppskrift frá tengdamóður minni

200 g smjörlíki
300 g hveiti
200 g sykur
75 g kókosmjöl
2 msk síróp
1 tsk lyftiduft
1 egg
Hnoðað, rúllað í lengjur, skipt niður í jafna bita og búin til úr þeim kúlur. Fínni hlutinn á buffhamri þrýst ofaná hverja kúlu til að búa til rétta munstrið (algjört aðalatriði )
Bakað við 180 í 10-15 mín

Rúsínukökur uppskrift frá mömmu minni

330 g smjörlíki
3 bollar haframjöl
3 ½ bolli hveiti
2 ½ tsk natron
1 tsk salt
3 bollar sykur
3 egg
1 ½ bolli rúsínur
Hnoðað án rúsína, síðan er degið hakkað með rúsínum. Bakað við 150-180 í 10-15 mín

Brauðtertan er Vatnsdeigskarfa með rækjusalati og skreitt á jólalegan hátt. Ég fékk svona brauðtertu fyrst hjá tengdamóður minni,
mamma mín gerir t.d. alltaf tvær stærðir af bollum fyrir bolludag og hefur sultu og rjóma í þeim stærri en salat í þeim minni.
100 g smjörlíki
2 dl vatn
200 g hveiti
¼ tsk lyftiduft
3 egg
Sjóða saman vatn og smjörlíki í potti – taka pottin af og bæta útí hveiti, kæla, hræra í hrærivél og bæta svo útí eitt og eitt egg í einu. Bakað við 180 í 25 – 30 mín.

Litlar Palovur

6 eggjahvítur​​
300 g sykur ​​
1 ½ tsk edik
1 tsk vanilludropar ​salt á hnífsoddi

​bakað við 100 í 90 mín.

En svo til að gera þær jólalegar þá litaði ég rjómann grænann og skreytti með jarðaberjum.
Ég leik mér oft með rjómann og lita hann í stíl við tilefnið.

Litlar Palovur, uppskrift frá Evu Laufey

ANNA RÓSA SALÖTSMÁKÖKURJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum

Leikir í matarboðum
Við systkinin erum leikjaóð og notum hvert tækifæri til að fara í leiki. Félagsráðgjafi og fjölskylduvinur spurði góðlátlega hvort við hefðum ekki haft tækifæri til að leika okkur nægjanlega í æsku....

Kasjúhnetu mæjónes

Kasjúhnetu mæjónes. Alltaf er nú gaman að prófa eitthvað nýtt, mæjónes úr kasjúnhetum er afar gott. Gott er að hafa í huga að olíumagnið í majónesið fer svolítið eftir tilfinningunni. Síðan má bæta við góðri tómatsósu og búa til koktelsósu. Ath. að kasjúhnetur þarf ekki að leggja í bleyti.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja