Bók allra árstíða – gullkorn Lindu Baldvins

Bók allra árstíða - gullkorn Lindu Baldvins linda baldvinsdóttir Linda s baldvins
Bók allra árstíða – gullkorn Lindu Baldvins

Bók allra árstíða

 

Linda Baldvinsdóttir hefur sérhæft sig í samböndum fólks og hvernig hægt er að lifa betra lífi. Linda er bæði markþjálfi og samskiptaráðgjafi, Hún aðstoðar folk við að sigrast á hindrunum lífsins. Hún heldur úti hinni stórfínu síðu Manngildi og skrifar reglulega pistla í blöðin og er með podkast. Linda gaf nýlega út bókina Bók allra árstíða sem er samansafn stuttra hugleiðinga um lífið og leiðir til eflingar ásamt því að hverri hugleiðingu fylgir vekjandi spurning sem gott er að staldra við.
Bókin fæst í bókaverslunum og HÉR.

LINDA BALDVINSHVÍTLAUKSKJÚKLINGUR ALLRA TÍMA

.

„Yndislegar, angurværar hugvekjur sem minna okkur á að við erum kraftaverk, ljósverur, sem ráða því hvernig við veitum athygli ljósi okkar” Guðni Gunnarsson lífsþjálfi um bókina.

.

Vegir okkar Lindu lágu fyrst saman þegar við vorum hluti af kraftmiklum Mastermind hópi. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, eldaði Hvítlaukskjúkling allra tíma.

LINDA BALDVINSHVÍTLAUKSKJÚKLINGUR ALLRA TÍMA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Döðlur með Gorgonzola

P1013662

Döðlur með Gorgonzola. Uppáhaldsosturinn minn um þessar mundir (og alla þessa öld...) er Gorgonzola, silkimjúkur, örlítið saltur og dásamlega bragðgóður þegar hann er passlega þroskaður. Þó Gorgonzolafylltar döðlur hljómi etv framandi í sumra eyrum, ættuð þið að prófa. Það er auðveldast að eiga við döðlurnar í kössunum, þær eru passlega mjúkar. Döðlurnar má útbúa með nokkurra klst fyrirvara og bera fram við stofuhita (eldhússhita).