Anna Rósa – hátíðlegt kaffiboð

Anna Rósa Bjarnadóttir jólin smákökur marengs bóndakökur rúsínukökur
Anna Rósa Bjarnadóttir bauð í hátíðlegt kaffiboð

Anna Rósa Bjarnadóttir kallar sko ekki allt ömmu sína. Hún á það til að slá upp heilu veislunum með lítilli fyrirhöfn.

ANNA RÓSA SALÖTSMÁKÖKURJÓLIN

.

Bóndakökur uppskrift frá tengdamóður minni

200 g smjörlíki
300 g hveiti
200 g sykur
75 g kókosmjöl
2 msk síróp
1 tsk lyftiduft
1 egg
Hnoðað, rúllað í lengjur, skipt niður í jafna bita og búin til úr þeim kúlur. Fínni hlutinn á buffhamri þrýst ofaná hverja kúlu til að búa til rétta munstrið (algjört aðalatriði )
Bakað við 180 í 10-15 mín

Rúsínukökur uppskrift frá mömmu minni

330 g smjörlíki
3 bollar haframjöl
3 ½ bolli hveiti
2 ½ tsk natron
1 tsk salt
3 bollar sykur
3 egg
1 ½ bolli rúsínur
Hnoðað án rúsína, síðan er degið hakkað með rúsínum. Bakað við 150-180 í 10-15 mín

Brauðtertan er Vatnsdeigskarfa með rækjusalati og skreitt á jólalegan hátt. Ég fékk svona brauðtertu fyrst hjá tengdamóður minni,
mamma mín gerir t.d. alltaf tvær stærðir af bollum fyrir bolludag og hefur sultu og rjóma í þeim stærri en salat í þeim minni.
100 g smjörlíki
2 dl vatn
200 g hveiti
¼ tsk lyftiduft
3 egg
Sjóða saman vatn og smjörlíki í potti – taka pottin af og bæta útí hveiti, kæla, hræra í hrærivél og bæta svo útí eitt og eitt egg í einu. Bakað við 180 í 25 – 30 mín.

Litlar Palovur

6 eggjahvítur​​
300 g sykur ​​
1 ½ tsk edik
1 tsk vanilludropar ​salt á hnífsoddi

​bakað við 100 í 90 mín.

En svo til að gera þær jólalegar þá litaði ég rjómann grænann og skreytti með jarðaberjum.
Ég leik mér oft með rjómann og lita hann í stíl við tilefnið.

Litlar Palovur, uppskrift frá Evu Laufey

ANNA RÓSA SALÖTSMÁKÖKURJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka

Appelsínu- og súkkulaðiformkaka. Signý Sæmundsdóttir bauð í brunch þar var meðal annars ljúffeng baka og þessi formkaka. Fjölmargt annað var á boðstólnum eins og dýrindis ostar, nýbakað brauð, ferskar mjúkar döðlur og rækjusalat. Og ylmandi kaffi ásamt fersku blávatni. Ekki skemmdu skemmtilegar samræður og draumahugleiðngar gestanna fyrir góðri samveru. „Mér finnst gaman að baka formkökur því þær eru tiltölulega einfaldar að gera og skera !!!! Svo finnst mér gaman að hafa sítrus ávexti í kökum og nota í þetta sinni appelsínu."