Hótel Holt opið á ný!

Begþór, Albert og Signý sæmundsdóttir hótel holt Hákon Már Örvarsson
Begþór, Albert og Signý

Hákon Már á Hótel Holti

Einn okkar allra fremsti og besti matreiðslumaður Hákon Már Örvarsson verður með svokallað „Pop Up“ á Hótel Holti fimmtudaga í hádeginu, föstudaga í hádeginu og um kvöldið og laugardagskvöld fram að jólum. Dásamlegt að komast aftur á Holtið sem um áratugaskeið hefur verið einn glæsilegasti veitingasalur landsins með heilt listasafn á veggjum.

Við brugðum okkur í sparifötin og buðum Signýju Sæmundsdóttur með okkur. Ef þið viljið gera vel við ykkur á aðventunni, farið þá á Hótel Holt – þar er allt upp á TÍU: þjónustan, umhverfið, matseðlar á íslensku og extra góður matur. Til að auðvelda ykkur þá er pantað HÉR EÐA með því að hringja beint á Hótel Holti í 5525700 (Það hafa verið hnökrar á bókunum gegnum netið og best að hringja inn til að fá upplýsingar hvort sé laust það kvöld sem viðkomandi óskar eftir)

HÁKON MÁR VEITINGA- OG KAFFIHÚSPOP UPÍSLANDWELLINGTONSIGNÝ SÆM

.

Hákon Már Örvarsson verður með svokallað „Pop Up“ á Hótel Holti fimmtudaga í hádeginu, föstudaga í hádeginu og um kvöldið og laugardagskvöld fram að jólum
Steikt fersk hörpuskel í trufflusmjöri
Bleikjutartar með styrjukavíar, engiferolíu og stökku kínóa
Andalifur, Foie gras, og andalæri confit með granatepla- og roðarunna eplachutney
Innbakað dádýrafille Wellington, glóð rósakál, rifsber og rauðvínssósa
Ofnsteiktur skötuselur með valhnetu beurre noisette
Farið á Hótel Holt – þar er allt upp á TÍU: þjónustan, umhverfið, matseðlar á íslensku og extra góður matur.

 

Riz a´la mande

HÁKON MÁR VEITINGA- OG KAFFIHÚSPOP UPÍSLANDWELLINGTONSIGNÝ SÆM

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.