Rabarbarasultusinnep

Rabarbarasultusinnep rabarbari sulta sinnep fagraeyri Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason Meyvant Sigurðsson eiði fögrueyri fáskrúðsfjörður Björg María Elísabet Jónsdóttir
Rabarbarasultusinnep

Rabarbarasultusinnep

Uppskriftin mun vera komin frá Þórunni tengdamóður Meyvants Sigurðssonar(1894-1990) á Eiði sem áður taldist til Reykjavíkur, en tilheyrir nú Seltjarnarnesi. Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason maður hennar bjuggu á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, en fluttu til Reykjavíkur 1903. Rabarbarasultusinnepið var borðað með reyktu eða söltu, hangikjöti og saltkjöti. Eiginkona Meyvants hét Björg María Elísabet Jónsdóttir(1891-1974).

RABARBARISULTASINNEPFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Rabarbarasultusinnep

60% rabarbarasulta
40% tómatsósa
Örlítið eplaedik
Örlítið hunang
Sinnepsduft

Best er að byrja með 1 tsk sinnepsduft og smakka til. Ath. að bragðið styrkist með tímanum.

RABARBARISULTASINNEPFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silva – fagurgrænn og stórfínn staður

SILVA í Eyjafjarðarsveit. Fyrsta skipti sem ég smakkaði ferskan engifersafa var á Silvu fljótlega eftir að staðurinn opnaði - ég gleymi því aldrei. Kristín tók ráðin í sínar hendur eftir að heilsu hennar fór að hraka, fór á námskeið um áhrif matar, fór í heilsuskóla og eftir að hafa náð heilsu á ný (með hollu og góðu grænmeti) opnaði  hún Silvu árið 2012, og nokkrum árum seinna var farið að bjóða upp á gistingu.