Rabarbarasultusinnep
Uppskriftin mun vera komin frá Þórunni tengdamóður Meyvants Sigurðssonar(1894-1990) á Eiði sem áður taldist til Reykjavíkur, en tilheyrir nú Seltjarnarnesi. Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason maður hennar bjuggu á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, en fluttu til Reykjavíkur 1903. Rabarbarasultusinnepið var borðað með reyktu eða söltu, hangikjöti og saltkjöti. Eiginkona Meyvants hét Björg María Elísabet Jónsdóttir(1891-1974).
— RABARBARI — SULTA — SINNEP — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.
Rabarbarasultusinnep
60% rabarbarasulta
40% tómatsósa
Örlítið eplaedik
Örlítið hunang
Sinnepsduft
Best er að byrja með 1 tsk sinnepsduft og smakka til. Ath. að bragðið styrkist með tímanum.
— RABARBARI — SULTA — SINNEP — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.