
Rabarbarasultusinnep
Uppskriftin mun vera komin frá Þórunni tengdamóður Meyvants Sigurðssonar(1894-1990) á Eiði sem áður taldist til Reykjavíkur, en tilheyrir nú Seltjarnarnesi. Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason maður hennar bjuggu á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, en fluttu til Reykjavíkur 1903. Rabarbarasultusinnepið var borðað með reyktu eða söltu, hangikjöti og saltkjöti. Eiginkona Meyvants hét Björg María Elísabet Jónsdóttir(1891-1974).
— RABARBARI — SULTA — SINNEP — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.
Rabarbarasultusinnep
60% rabarbarasulta
40% tómatsósa
Örlítið eplaedik
Örlítið hunang
Sinnepsduft
Best er að byrja með 1 tsk sinnepsduft og smakka til. Ath. að bragðið styrkist með tímanum.
— RABARBARI — SULTA — SINNEP — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR —
.
Auglýsing
Hér er um misskilning og vanþekkingu að ræða. Jón Birgir Pétursson skráði ævisögu Meyvants og hún heitir: “Bóndinn og bílstjórinn Meyvant á Eiði”. Uppskrift að sultusinnepi er þar hvergi að finna, en hún er talin vera frá Þórunni Bjarnadóttir tengdamóðir Meyvants og líklega komin frá frönskum sjómönnum, Þórunn og Jón maður hennar bjuggu um tíma á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, fluttu til Reykjavíkur 1903. Þessu er undirritaður vel kunnugur, dvaldi oft á heimili þeirra.
Vigfús Ólafsson
Sælll, Vigfús!
Takk fyrir, við uppfærum færsluna
Comments are closed.