Rabarbarasultusinnep

Rabarbarasultusinnep rabarbari sulta sinnep fagraeyri Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason Meyvant Sigurðsson eiði fögrueyri fáskrúðsfjörður Björg María Elísabet Jónsdóttir
Rabarbarasultusinnep

Rabarbarasultusinnep

Uppskriftin mun vera komin frá Þórunni tengdamóður Meyvants Sigurðssonar(1894-1990) á Eiði sem áður taldist til Reykjavíkur, en tilheyrir nú Seltjarnarnesi. Þórunn Bjarnadóttir og Jón Bjarnason maður hennar bjuggu á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð, en fluttu til Reykjavíkur 1903. Rabarbarasultusinnepið var borðað með reyktu eða söltu, hangikjöti og saltkjöti. Eiginkona Meyvants hét Björg María Elísabet Jónsdóttir(1891-1974).

RABARBARISULTASINNEPFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Rabarbarasultusinnep

60% rabarbarasulta
40% tómatsósa
Örlítið eplaedik
Örlítið hunang
Sinnepsduft

Best er að byrja með 1 tsk sinnepsduft og smakka til. Ath. að bragðið styrkist með tímanum.

RABARBARISULTASINNEPFÁSKRÚÐSFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar

veitinga-og-kaffihus

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar. Við höfum okkur til mikillar ánægju skrifað um nokkur veitinga- og kaffihús sem við höfum farið á síðustu mánuði. Hér eru þær umfjallanir sem mest hafa verið skoðaðar.

Marokkóskur lambapottréttur

Marokkó lamb

Marokkóskur lambapottréttur. Þegar maður sér uppskriftir þar sem hráefnin eru tuttugu og sex þá flettir maður nú oftast yfir á næstu síðu eða hugsar ekkert meira um þetta. En..

Bláberja- og jarðarberjaterta

Bláberja- og jarðarberjaterta - raw. Ætli ég hafi ekki tekið það fram amk alloft, ef ekki oftar, að hrátertur eru hið mesta lostæti. Það er bara ekki hægt að klúðra þeim, þær falla ekki, þarf ekki láta lyfta sér, ekki að baka. Svo eru þær hollar og henta þeim sem eru með glútenóþol og mjólkuróþol líka. Það bara mælir allt með hrátertum eins og þessari.