Auglýsing
Mangó- og kjúklingasalat mangó salat kjúklingur kjúlli dressing
Mangó- og kjúklingasalat. Hollt, bragðgott og fallegt salat.

Mangó- og kjúklingasalat

Stundum er ráð að hafa máltíðir léttari, svo ekki sé nú talað um hve gott er að eiga tilbúið fallegt salat eftir hressandi útiveru, góða brennslu í ræktinni eða annað slíkt. Hollt, bragðgott og fallegt salat. Til tilbreytingar má raða eggjabátum ofan á salatið.

SALÖTKJÚKLINGURMANGÓDRESSING

Auglýsing

.

Mangó- og kjúklingasalat

2 kjúklingabringur
Steikið kjúkling í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar og látið kólna.

Mangósalat
saxað grænt grænmeti (spínatkál, ísberg, kínakál eða Lambhagasalat)
1 lítið mangó
1 msk. rifinn parmesanostur yfir salat

Salatdressing:
2 msk ólífuolía
1 tsk balsamikedik
smá salt
smá hunang
1/3 tsk Dijon sinnep
1 msk vatn
Setjið glerkrukku, lokið og hristið vel. Hellið hluta eða öllu yfir salatið.

SALÖTKJÚKLINGURMANGÓDRESSING

.