Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis sítrónur bláber kaffimeðlæti
Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

 

Bláberja- og sítrónubaka Clafoutis

Athugið að það er ekki lyftiduft í upphaflegu uppskriftinni en ég bætti við hálfri teskeið og smurði formið með smá olíu.

Það er lika hægt að nota pönnukökudeig. Oftast eru afgangs ( þroskaðir) ávextir sem verða fyrir valinu, s.s. epli, perur, plómur, apríkósur, jarðarber, hindber, kirsuber.
Clafoutis mun vera franska og vera samheiti fyrir bakaðan ávaxtaeftirrétt.

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

2 b bláber – fersk eða frosin
1/3 b sykur
1 dl mascarpone eða rjómaostur við stofuhita
1/3 b hveiti
1 tsk vanilla
3 egg
1/2 b mjólk/rjómi
börkur af einni sítrónu
1 msk flórsykur.

Blandið saman sykri, hveiti, vanillu, eggjum, sítrónuberki og mjólk/rjóma.
Setjið bláberin í eldfast form, hellið deiginu yfir.
Bakið við 180°C í um 20 mín.

Látið kólna lítið eitt, sigtið flórsykur yfir og berið fram með brosi á vör.

Bláberja og sítrónubaka Clafoutis

BÖKURKAFFIMEÐLÆTIBLÁBERFRAKKLAND

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínósaalat með kóríander og lime

Kínóasalat

Kínósaalat með kóríander og lime. Létt og gott salat sem getur bæði verið sér réttur eða meðlæti með góðum mat. Kínóa fer vel í maga og við ættum að nota það meira í matargerð, það innildur prótín, kalk, járn, sink, B-vítamín. Svo er það glúteinlaust.

Marineraður fiskur Diddúar

Marineradur fiskur

Marineraður fiskur Diddúar. Vó hvað þessi réttur er spennandi og passar vel á hlaðborð eða sem forréttur. Hentar þeim sem eru í tímahraki, fínt að útbúa réttinn daginn áður. Hér er uppskriftin eins og söngdrottningin sendi hana :)