Perur með gráðaosti og pekanhnetum

bakaðar Perur með gráðosti og pekanhnetum gráðaostur pekan hunang síróp árdís hulda húsfreyjan ofnbakaðar perur
Perur með gráðosti og pekanhnetum – alveg sjúklega góð samsetning

Perur með gráðosti og pekanhnetum

Bakaðar perur er réttur sem kemur verulega á óvart, alveg sjúklega góð samsetning. Perurnar voru í boði ásamt fleiri góðum veitingum hjá Árdísi systir minni.

PERURGRÁÐAOSTURPEKANHNETURÁRDÍS HULDA

.

Perur með gráðosti og pekanhnetum

1 stk. vel þroskuð pera
Gráðaostur
Pekanhnetur
Hlynsýróp (Maplesýróp)

Skerið peruna í tvennt að endilöngu, takið kjarnann úr, setjið peruna í eldfast mót. Setjið mulinn gráðost og gróft saxaðar pekanhnetur í holuna þar sem kjarninn var. Setjið hlynsýróp yfir.
Hitið í ofni við 180°C í 20 mín.
Berið fram með góðu kexi.

 

Árdís við borðið með öllum glæsilegu veitingunum. Perurnar eru næst henni á borðinu.

PERURGRÁÐAOSTURPEKANHNETURÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum

Nautakjöt

Boeuf bourguignon all´italiana með ofnsteiktum kartöflum. Fyrsta æfing Sætabrauðsdrengjanna fyrir jólatónleikana var í sumarbústað í byrjun september. Þar var mikið sungið og mikið borðað.

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur

Niðursoðnar rauðrófur með kanil. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi" - hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál 

Toblerone- og Daimterta – nammiterta allra tíma

Toblerone- og Daimterta. Nammitertur eru nammitertur, það er nú bara þannig. Ef þið eruð í megrun eða eitthvað slíkt þá getið þið bara sleppt því að lesa þessa uppskrift. Þegar mikið stendur til eins og páskar, ferming eða annað slíkt má alveg skella í eina kalóríusprengju og njóta. Þessa tertu þarf ekki að baka en gott er að kæla hana vel áður en hún er borin fram, stórfínt er að útbúa hana deginum áður.