Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri

Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri fiskur í ofni ofnbakaður fiskur European plaice, plaice skarkoli flatfiskur Carrelet, plie Solla europea koli
Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri – einfalt, hollt og fljótlegt

Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri

Meira hvað rauðsprettuflök eru ljúffeng, já roðið steikist með og borðast líka. Sennilega erum við flest vön að kolaflökum sé velt upp úr hveiti og síðan steikt á pönnu (með lauksmjöri).

 

.

Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri

2 rauðsprettuflök
1 msk fínt saxaður hvítlaukur
50 g smjör
1/2 sítróna í sneiðum
2 msk rasp
Salt og pipar

Bræðið smjör á pönnu bætið við hvítlauk og sítrónusneiðum, þarf bara að mýkja í nokkrar mínútur, ekki brúna eða steikja. Setjið flökin í smurt form, hellið smjörinu (hvítlauk og sítrónu líka) yfir, stráið raspi yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í ofni í nokkrar mínútur á 190°C

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.

Pippterta frá Guju Begga

Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.