Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri
Meira hvað rauðsprettuflök eru ljúffeng, já roðið steikist með og borðast líka. Sennilega erum við flest vön að kolaflökum sé velt upp úr hveiti og síðan steikt á pönnu (með lauksmjöri).
Ofnbökuð rauðspretta með hvítlaukssmjöri
2 rauðsprettuflök
1 msk fínt saxaður hvítlaukur
50 g smjör
1/2 sítróna í sneiðum
2 msk rasp
Salt og pipar
Bræðið smjör á pönnu bætið við hvítlauk og sítrónusneiðum, þarf bara að mýkja í nokkrar mínútur, ekki brúna eða steikja. Setjið flökin í smurt form, hellið smjörinu (hvítlauk og sítrónu líka) yfir, stráið raspi yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í ofni í nokkrar mínútur á 190°C