Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín - Tartiflette frakkland franskur matur kartöflur í ofni bakaðar kartöflur meðlæti beikon laukur gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar rósmarín Alsace Bergþór Pálsson
Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Stundum skjóta gamaldags franskir heimilisréttir upp kollinum hér á heimilinu, en skýringin er sú að Bergþór var skiptinemi í France fyrir löngu síðan. Upprunalega er þetta kartöflugratín, „tartiflette“ sennilega frá Alsace, en ýmsar útgáfur eru til af því um álfuna. Þessi hefur þróast þannig hér í kotinu, að afgangar af sterkum ostum sem geymdir eru í frysti, eru rifnir niður í miklu magni.

Þegar frost er úti, er þetta svoooo gott. Við notum kartöflugratín yfirleitt sem meðlæti, en tartiflette sómir sér vel sem aðalréttur. Helsti munurinn er sá að í þessu franska er enginn rjómi.

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

700 g kartöflur í sneiðum
150 g beikon í litlum bitum
2 stórir laukar saxaðir
200 g smjör
rifinn bragðmikill ostur, t.d. gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar o.s.frv.
salt, e.t.v. ferskt rósmarín.

Steikið beikon á pönnu, rífið niður ost og vel af honum, blandið öllu saman í eldfast mót og bakið í 45-60 mínútur. Skreytið með einhverju fersku, t.d. rósmarín. Hafið gróft salt við hendina.

 

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.