Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín - Tartiflette frakkland franskur matur kartöflur í ofni bakaðar kartöflur meðlæti beikon laukur gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar rósmarín Alsace Bergþór Pálsson
Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Stundum skjóta gamaldags franskir heimilisréttir upp kollinum hér á heimilinu, en skýringin er sú að Bergþór var skiptinemi í France fyrir löngu síðan. Upprunalega er þetta kartöflugratín, „tartiflette“ sennilega frá Alsace, en ýmsar útgáfur eru til af því um álfuna. Þessi hefur þróast þannig hér í kotinu, að afgangar af sterkum ostum sem geymdir eru í frysti, eru rifnir niður í miklu magni.

Þegar frost er úti, er þetta svoooo gott. Við notum kartöflugratín yfirleitt sem meðlæti, en tartiflette sómir sér vel sem aðalréttur. Helsti munurinn er sá að í þessu franska er enginn rjómi.

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

700 g kartöflur í sneiðum
150 g beikon í litlum bitum
2 stórir laukar saxaðir
200 g smjör
rifinn bragðmikill ostur, t.d. gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar o.s.frv.
salt, e.t.v. ferskt rósmarín.

Steikið beikon á pönnu, rífið niður ost og vel af honum, blandið öllu saman í eldfast mót og bakið í 45-60 mínútur. Skreytið með einhverju fersku, t.d. rósmarín. Hafið gróft salt við hendina.

 

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum – algjörlega trufluð kaka

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum.  Björk Jónsdóttir er af mörgum kunn fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti. Hún hefur oft komið við sögu á þessu bloggi, hefur oftar en ekki átt uppskriftir á árlegu listunum yfir vinsælustu uppskriftirnar. Má þar nefna Kókosbolludraum og Sítrónuböku með ferskum berjum