Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín - Tartiflette frakkland franskur matur kartöflur í ofni bakaðar kartöflur meðlæti beikon laukur gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar rósmarín Alsace Bergþór Pálsson
Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

Stundum skjóta gamaldags franskir heimilisréttir upp kollinum hér á heimilinu, en skýringin er sú að Bergþór var skiptinemi í France fyrir löngu síðan. Upprunalega er þetta kartöflugratín, „tartiflette“ sennilega frá Alsace, en ýmsar útgáfur eru til af því um álfuna. Þessi hefur þróast þannig hér í kotinu, að afgangar af sterkum ostum sem geymdir eru í frysti, eru rifnir niður í miklu magni.

Þegar frost er úti, er þetta svoooo gott. Við notum kartöflugratín yfirleitt sem meðlæti, en tartiflette sómir sér vel sem aðalréttur. Helsti munurinn er sá að í þessu franska er enginn rjómi.

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Franskættað kartöflugratín – Tartiflette

700 g kartöflur í sneiðum
150 g beikon í litlum bitum
2 stórir laukar saxaðir
200 g smjör
rifinn bragðmikill ostur, t.d. gráðaostur, Jarl, extra mature Cheddar o.s.frv.
salt, e.t.v. ferskt rósmarín.

Steikið beikon á pönnu, rífið niður ost og vel af honum, blandið öllu saman í eldfast mót og bakið í 45-60 mínútur. Skreytið með einhverju fersku, t.d. rósmarín. Hafið gróft salt við hendina.

 

GRATÍNKARTÖFLURFRAKKLANDMEÐLÆTIBEIKONKARTÖFLUGRATÍNBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Ítalskt tómatasalat

Ítalskt tómatasalat. Hollt og gott tómatasalat eins og þetta passar með flestum réttum, já ef ekki bara öllum. Það er ágætt að láta salatið standa í um klukkustund áður en það er borið fram.