Marengsterta með passioncurd

Marengsterta með ástaraldincurd marengs terta lemoncurd sítrónusmjör ástaraldin sítrónusmjör ástaraldin árdís hulda Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg
Marensterta með passioncurd. Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

Marengsterta með passioncurd

Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Marengsterta með passioncurd

Marengs
6 eggjahvítur
300 gr sykur
Stífþeytt saman.
3 botnar, bakið við 110°C á blæstri í 60 mínútur. Takið út og kælið.

Passioncurd
4 egg
2 eggjarauður
3 sítrónur, nota bæði safann og fínrifinn gula hlutann af berkinum
2 dl sykur
10 passion ávextir (ástríðualdin), kjötið tekið úr
100 gr ósaltað smjör, brætt við lágan hita

Blandið öllu nema smjöri saman í pott, hitið við vægan hita og hrærið í þar til þykknar, takið af hitanum og hrærið smjörinu saman við. Kælt í ísskáp.

3 pelar rjómi

Setjið tertuna saman, ofan á hvern botn fer passioncurd og þeyttur rjómi.
Best er að setja tertuna saman kvöldið áður en hún er borin fram svo að marengsbotnarnir nái að brjóta sig. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg. Mynd: Silla Páls
Marengstertan með passioncurd til vinstri með öðrum góðum veitingum Árdísar

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu

 Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín