Marengsterta með passioncurd

Marengsterta með ástaraldincurd marengs terta lemoncurd sítrónusmjör ástaraldin sítrónusmjör ástaraldin árdís hulda Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg
Marensterta með passioncurd. Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

Marengsterta með passioncurd

Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Marengsterta með passioncurd

Marengs
6 eggjahvítur
300 gr sykur
Stífþeytt saman.
3 botnar, bakið við 110°C á blæstri í 60 mínútur. Takið út og kælið.

Passioncurd
4 egg
2 eggjarauður
3 sítrónur, nota bæði safann og fínrifinn gula hlutann af berkinum
2 dl sykur
10 passion ávextir (ástríðualdin), kjötið tekið úr
100 gr ósaltað smjör, brætt við lágan hita

Blandið öllu nema smjöri saman í pott, hitið við vægan hita og hrærið í þar til þykknar, takið af hitanum og hrærið smjörinu saman við. Kælt í ísskáp.

3 pelar rjómi

Setjið tertuna saman, ofan á hvern botn fer passioncurd og þeyttur rjómi.
Best er að setja tertuna saman kvöldið áður en hún er borin fram svo að marengsbotnarnir nái að brjóta sig. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg. Mynd: Silla Páls
Marengstertan með passioncurd til vinstri með öðrum góðum veitingum Árdísar

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna

Óþrifnaður og vinnuálag eldhússtúlkna. Það er því miður algengt, að eitt af aðaleinkennum eldhússtúlkunnar er óhreinar hendur og kolkrímótt andlit. Satt er það, þær verða að standa í mörgu, hella úr koppum og kyrnum, þvo gólfin, sækja kol og mó og tað, fást við sótuga potta og fleira, en engu að síður er þessi óþrifnaður óhafandi, þó í eldhúsi sé, og jafnvel miklu síður þar. Eldhússtúlkunum er venjulega vorkunn, þó þær séu sóðalegar, því opt er heimtað af þeim óhæfum og ólærðum heilmikið starf, sem heimtar vandlega tilsögn og æfingu.

Er matarsóun vandamál ?

Matarsóun er vandamál. Svona miðar, eða svipaðir, ættu að vera sem víðast; Á heimilum, vinnustöðum, veitingahúsum og í matvöruverslunum.

Minnkum matarskammta og borðum mat, alvöru mat sem gerir okkur gott.

Fjölbreyttar og góðar upplýsingar eru á síðunni MATARSÓUN.IS Þar kemur fram að um þriðjungur þess matar sem framleiddur er fari beint í ruslið.