
Marengsterta með passioncurd
Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.
— MARENGS — SÍTRÓNUSMJÖR — ÁSTRÍÐUALDIN — TERTUR — ÁRDÍS HULDA —
.
Marengsterta með passioncurd
Marengs
6 eggjahvítur
300 gr sykur
Stífþeytt saman.
3 botnar, bakið við 110°C á blæstri í 60 mínútur. Takið út og kælið.
Passioncurd
4 egg
2 eggjarauður
3 sítrónur, nota bæði safann og fínrifinn gula hlutann af berkinum
2 dl sykur
10 passion ávextir (ástríðualdin), kjötið tekið úr
100 gr ósaltað smjör, brætt við lágan hita
Blandið öllu nema smjöri saman í pott, hitið við vægan hita og hrærið í þar til þykknar, takið af hitanum og hrærið smjörinu saman við. Kælt í ísskáp.
3 pelar rjómi
Setjið tertuna saman, ofan á hvern botn fer passioncurd og þeyttur rjómi.
Best er að setja tertuna saman kvöldið áður en hún er borin fram svo að marengsbotnarnir nái að brjóta sig. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.


— MARENGS — SÍTRÓNUSMJÖR — ÁSTRÍÐUALDIN — TERTUR — ÁRDÍS HULDA —
.