Marengsterta með passioncurd

Marengsterta með ástaraldincurd marengs terta lemoncurd sítrónusmjör ástaraldin sítrónusmjör ástaraldin árdís hulda Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg
Marensterta með passioncurd. Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

Marengsterta með passioncurd

Þessi samsetning er himnesk, marengsbotnar, þeyttur rjómi og passioncurd á milli. Passioncurd er ekkert síðra en sítrónusmjör(lemoncurd), passioncurd mundi sennilega kallast ástríðualdinsmjör á íslensku en það hljómar frekar einkennilega.

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Marengsterta með passioncurd

Marengs
6 eggjahvítur
300 gr sykur
Stífþeytt saman.
3 botnar, bakið við 110°C á blæstri í 60 mínútur. Takið út og kælið.

Passioncurd
4 egg
2 eggjarauður
3 sítrónur, nota bæði safann og fínrifinn gula hlutann af berkinum
2 dl sykur
10 passion ávextir (ástríðualdin), kjötið tekið úr
100 gr ósaltað smjör, brætt við lágan hita

Blandið öllu nema smjöri saman í pott, hitið við vægan hita og hrærið í þar til þykknar, takið af hitanum og hrærið smjörinu saman við. Kælt í ísskáp.

3 pelar rjómi

Setjið tertuna saman, ofan á hvern botn fer passioncurd og þeyttur rjómi.
Best er að setja tertuna saman kvöldið áður en hún er borin fram svo að marengsbotnarnir nái að brjóta sig. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg. Mynd: Silla Páls
Marengstertan með passioncurd til vinstri með öðrum góðum veitingum Árdísar

MARENGSSÍTRÓNUSMJÖRÁSTRÍÐUALDINTERTURÁRDÍS HULDA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.