Með Play til Portó

portó matarganga play matarborgin matarborg portúgal hildigunnur helgi porto portugal flyplay
Glaðbeittur hópur í matargöngu í Portó

Með Play til Portó

Það gladdi okkur mikið þegar Play tilkynnti að til stæði að hefja flug til Portó í Portúgal. Portó er einstaklega sjarmerandi og gósenland fyrir þau sem finnst gaman að borða góðan mat. Þarna eru allt frá portúgölskum „street food“, eins og francesinha, bifanas og pastel de nata til heimilislegra veitingastaða upp í Michelin-stjörnu staði og gaman er að prófa alls konar og ekki gleyma að fá sér saltfisk. Það má segja að aldrei þurfi að leita langt yfir skammt, víða er allt morandi í veitingastöðum sem hægt er að velja úr. En stundum er gott merki, að ef myndast hefur röð fyrir framan heimilislegan stað, er líklegra að maturinn sé góður heldur en á stað við hliðina þar sem er engin röð. Eins og gengur, þarf samt að gæta þess að vera ekki í of túristalegu umhverfi, t.d. niður við ána, því að þá verður allt dýrara og stundum minni gæði, þó að það sé gaman að fá sér kaffi þar og horfa á gríðarlega fjölskrúðugt mannlífið. Ef ætlunin er að borða, er t.d. gott að fara ekki neðar í brekkunni en á Cantinho do Avillez á Mouzinho da Silveira götunni.

MATARBORGIR — PORTÓ — PORTÚGAL — PORTVÍNPLAY

.

Secret Food Tours matarganga. Marta leiðsögukona sýndi okkur og sagði frá og fór víða, meðal annars á Bolhao matarmarkaðinn. Við smökkuðum allsskonar; sardínur, saltfisk, Francesinha samlokuna, Bifanas, Confeitaria köku og portvín svo eitthvað sé nefnt. Í hópnum, sem var afar líflegur og skemmtilegur, var fólk frá Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi, Marokkó og Íslandi. MEIRA HÉR.
Oft er ágætt að fá sér fyrirfram ákveðinn matseðil í hádeginu, oftast á góðu verði. Á Astória veitingastaðnum á Intercontinental hótelinu: Grillaður lax, Svínalund, grænbaunasúpa og Crème Brûlée.
Í tólf rétta veislu á Vila Foz. Fullkomlega ógleymanlegt og hver rétturinn öðrum betri. Eftirrétturinn var borinn fram á hljómplötu og á meðan við borðuðum hann hlustuðum við á „viðeigandi” tónlist í heyrnartólum. En það er ekki gefins, þó að það sé eftirminnilegt svona einu sinni af og til. Mæli með að panta tímanlega á svona staði, t.d. Le Monument, Antiqvvm og slíka.  HÉR ER MATSEÐILINN.
Í Portó fær maður sér Pastel de Nata daglega, stundum nokkur á dag. Pastel de Nata eru litlar smjördeigsskálar fylltar með vanillubúðingi og bornar fram volgar. Yfir kökurnar er stráð kanil og eða flórsykri. Með espresso og deitill af portvíni er komin heilög þrenning.
Bolhao matarmarkaðurinn er nýlega enduropnaður eftir miklar endurbætur. Úrvalið þarna er mjög fjölbreytt, eiginlega allt sem hugurinn girnist og auðvitað íslenskur saltfiskur.
Alltaf er gaman að ráfa um og láta kylfu ráða kasti. Á Migalhas fengum við djúpsteiktan saltfisk, Braga style, grillaðan lax og bragðmiklar kjötbollur með karameliseruðum lauk. Merkilegt hvað Portúgalir eru flinkir með saltfiskinn, sem er þó allur innfluttur, t.d. frá Íslandi.
Í mjög óformlegri könnun reyndist Glanni ísinn sá besti
Fallega Portó
Bolsa höllin.
Luis brúin yfir Douro ána, eitt frægasta kennileiti Portó.
Vel má mæla með Portó í Portúgal. Færslan er unnin í samvinnu við Play sem flýgur beint til Portó.

 

MATARBORGIR — PORTÓ — PORTÚGAL — PORTVÍNPLAY

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.