Það gladdi okkur mikið þegar Play tilkynnti að til stæði að hefja flug til Portó í Portúgal. Portó er einstaklega sjarmerandi og gósenland fyrir þau sem finnst gaman að borða góðan mat. Þarna eru allt frá portúgölskum „street food“, eins og francesinha, bifanas og pastel de nata til heimilislegra veitingastaða upp í Michelin-stjörnu staði og gaman er að prófa alls konar og ekki gleyma að fá sér saltfisk. Það má segja að aldrei þurfi að leita langt yfir skammt, víða er allt morandi í veitingastöðum sem hægt er að velja úr. En stundum er gott merki, að ef myndast hefur röð fyrir framan heimilislegan stað, er líklegra að maturinn sé góður heldur en á stað við hliðina þar sem er engin röð. Eins og gengur, þarf samt að gæta þess að vera ekki í of túristalegu umhverfi, t.d. niður við ána, því að þá verður allt dýrara og stundum minni gæði, þó að það sé gaman að fá sér kaffi þar og horfa á gríðarlega fjölskrúðugt mannlífið. Ef ætlunin er að borða, er t.d. gott að fara ekki neðar í brekkunni en á Cantinho do Avillez á Mouzinho da Silveira götunni.
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.