Kaldur rækjuréttur
Kaldir brauðréttir þurfa hvorki að vera flóknir né taka langan tíma í undirbúningi. Þessum var snarað fram með skömmum fyrirvara.
— BRAUÐRÉTTIR — RÆKJUR — KLÚBBARÉTTIR — FÖSTUDAGSKAFFIÐ —
.
Kaldur rækjuréttur
Skerið skorpu af hálfu fransk- eða heilhveitibrauði og tætið á botninn í móti.
Blandið saman og hellið yfir brauðið:
500 g rækjur
½ dós ananaskurl (hellið safanum af)
1 b mæjónes
1 dós sýrður rjómi
Skreytið með papriku í nokkrum litum og sætu sinnepi, gjarnan skinku líka.
— BRAUÐRÉTTIR — RÆKJUR — KLÚBBARÉTTIR — FÖSTUDAGSKAFFIÐ —
.