Karl konungur 3 og Kamilla drottning

Prúðbúnir Royalistar: Ragnheiður Ásta, The Icelandic Royalty Society of Iceland 👑Ragnheiður Elín, Albert, Svanhvít, Valborg GUÐRÚN guðjónsdóttir og Vilborg eiríksdóttir kamilla karl konungur camilla england london royal
Prúðbúnir Royalistar: Ragnheiður Ásta, Ragnheiður Elín, Albert, Svanhvít, Valborg og Vilborg.

Karl konungur 3 og Kamilla drottning

Royalistar fylgdust spenntir með krýningu Karls og Kamillu. Vilborg tjaldaði öllu til og bauð prúðbúnum royalistum heim og veitingarnar voru nú ekki af verri endanum.

ROYALKARL KONUNGURKAMILLA —  ENGLANDDROTTNINGAR — KONUNGARELÍSABET DROTTNING

.

Royal veitingar
Nærmynd af konungi
Konungleg ávaxtaterta með makkarónukökum, sítrónusmjöri og Snickers. Uppskriftin er HÉR.

 

Boðskort í viðhafnarveisluna
Krýningarbakan, The Coronation Quiche

Höllin gaf út svokallaða krýningarböku Karls og Kamillu, The Coronation Quiche. Uppskriftin er HÉR.

Þegar Elísabet II var krýnd var krýningarrétturinn rjómakarrýkjúklingur undir indverskum áhrifum, Poulet Reine Elizabeth/Coronation chicken. Uppskriftin er HÉR.

Víða um land hittumst royalistar og fögnuðu konungshjónunum, hér eru nokkrar myndir:

Benni royalisti með veitingarnar sem hann gerði. Þ.á.m. uppáhalds tertuna hans Karls; Victorian Sponge
Jói og Kristín slóu upp veislu í Kjarval í Austurstræti
Krýningarveisla hjá Þórunni og Sveinbjörgu
Ólafía sendi þessa mynd úr sínu boði
Kristín hélt krýningarveislu

.

Karl konungur 3

Karl konungur 3. (Charles Philip Arthur George, áður Karl prins af Wales), fæddist 14. nóvember 1948. Hann er konungur Bretlands og fjórtán annarra ríkja í Breska samveldinu. Karl er elsta barn Elísabetar Bretadrottningar og Filippusar prins.

Elísabet varð drottning Bretlands árið 1952 og Karl varð því erfingi að bresku krúnunni þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Hann hlaut titilinn prins af Wales árið 1969 og átti eftir að bæta við sig fleiri aðalstitlum gegnum árin.

Árið 1970 útskrifaðist Karl með tvöfalda BA-gráðu úr námi í fornleifafræði og mannfræði. Hann varði einu ári í skiptinám í Wales til að læra velsku. Karl gegndi þjónustu í breska flughernum og sjóhernum frá 1971 til 1976.

Við andlát móður sinnar Elísabetar 2. þann 8. september 2022 tók Karl við konungdómi. Líkt og móðir hans hélt hann skírnarnafni sínu þegar hann tók við krúnunni og gengur því undir nafninu Karl 3. konungur.

Þann 29. júlí 1981 giftist Karl fyrri konunni sinni, Díönu Spencer í Dómkirkju Heilags Páls í Lundúnum. Synir þeirra eru Vilhjálmur og Harrý.

Karl og Camilla Parker-Bowles giftu sig árið 2005.

Nýgift! Karl og Kamilla giftu sig árið 2005.

ROYALKARL KONUNGURKAMILLA —  ENGLANDDROTTNINGAR — KONUNGARELÍSABET DROTTNING

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.