Spergilkáls- og eplasalat

spergilkál brokkoli epli salat sallat salad pekanhnetur grísk jógúrt rauðlaukur meðlæti hollt salat hollusta Spergilkáls- og eplasalat
Spergilkáls- og eplasalat – uppáhalds salat hér á bæ sem við ýmist borðum sem sér rétt eða sem meðlæti. Alveg meinhollt

Spergilkáls- og eplasalat

Mikið uppáhalds salat hér á bæ sem við ýmist borðum sem sér rétt eða sem meðlæti. Eins og margoft hefur komið fram er æskilegt að borða meira af grænmeti – heldur meira í dag en í gær. Þetta er hollt, alveg meinhollt. Spergilkál er trefjaríkt inniheldur fáar hitaeiningar og er ríkt af vítamínum og steinefnum.

— SPERGILKÁL — EPLI — SALÖTMEÐLÆTI

.

Spergilkáls- og eplasalat

Spergilkáls- og eplasalat

3-4 b ferskt spergilkál skorið í bita
1/2 b rifnar gulrætur
1/4 b saxaður rauðlaukur
1 stórt epli, skorin í bita
1/2 b pekanhnetur, saxaðar gróft

Dressing:

1/2 b mæjónes
1/2 b grísk jógúrt
1 msk sítrónusafi
1 tsk hunang
1/4 tsk salt
pipar

Setjið spergilkál, gulrætur, lauk, epli og hnetur í skál. Blandið saman mæjónesi, jógúrt, sítrónusafa, hunangi, salti og pipar. Blandið öllu saman og látið standa í 3-4 klst áður en er borið fram.

 

Aðeins um gulrætur af íslenskt.is:

Í gulrótum er mikið af litarefniu karóten og því stærri og litsterkari sem ræturnar eru, þeim mun meira karóten er í þeim. Karóten ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum, sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Auk þess er í gulrótum B- og C-vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór.
Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið.

— SPERGILKÁL — EPLI — SALÖTMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni – endalaust Happ, Happ og húrra!

Veitingastaðurinn Happ í Borgartúni. Við hrósum happi yfir Happi. Athafnakonan Lukka kallar ekki allt ömmu sína - af eldmóði og með þrautseygju hefur hún náð að opna augu fjölda fólks fyrir því að hollur matur skiptir okkur öllu máli. Með brosi á vör og af sannfæringu segir hún frá áhrifum matarins á líkamann. Við erum jú það sem við borðum og að stórum hluta berum við ábyrgð á eigin heilsu.

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916