Mexíkósk mole sósa

Mexíkósk mole sósa mexíkóskur matur ísafjörður judy tobin omar og judy mexíkó kjúklingur puebla mole sauce
Mexíkósk molesósa – ævintýralega góð sósa

Mexíkósk molesósa

Mole er heiti á mexíkóskri sósu sem er ævintýralega góð. Hún er algeng í mexíkóskri matargerð, oft borin fram sem „betri” matur eða hátíðamatur og er líklega það allra vinsælasta í Mexíkó. Í henni er oftast kjúklingur, og hrísgrjón og tortillur hafðar sem meðlæti.

Sagt er að systir Andrea hafi búið hana fyrst til, í klaustrinu í Puebla á 17. öld. Til eru fjölmargar útgáfur, oftast eru í henni ávextir, hnetur, nokkrar chilitegundir, kanill, kúmmín og súkkulaði. Stundum eru hátt í tuttugu hráefni í sósunni góðu.

Omar og Judy buðu okkur í mexíkóskan mole-kjúkling, en sósuna gerði hann frá grunni. Omar er Mexíkói, en Judy er Breti. Bæði bjuggu þau á Íslandi áður en þau fluttu til Mexíkó fyrir sjö árum, en eru nú flutt aftur heim og búa á Ísafirði. Satt best að segja skortir mig lýsingarorð, svo góður var molekjúklingurinn.

MEXÍKÓJUDYSÓSURÍSAFJÖRÐURKJÚKLINGUR

.

Omar, Bergþór, Albert og Judy

MEXÍKÓJUDYSÓSURÍSAFJÖRÐURKJÚKLINGUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ert þú bruðlunarsöm húsmóðir?

Fimmtiukronur

Allar húsmæður ættu að gera sér ljóst, hve mikið þær hafa til sinna útgjalda og haga kaupum eftir því. Iðulega er þeim um kent ef illa gengur búskapurinn, enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers manns. Ekki svo að skilja, að þeim sé altaf um að kenna þótt illa gangi, en vanalega standa þær illa að vígi, hafa engin reikningsskil, og geta því ekki hreinsað hendur sínar.

Döðluterta Ólafs

Afmæli

Döðluterta Ólafs. Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað...

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum