Mexíkósk molesósa
Mole er heiti á mexíkóskri sósu sem er ævintýralega góð. Hún er algeng í mexíkóskri matargerð, oft borin fram sem „betri” matur eða hátíðamatur og er líklega það allra vinsælasta í Mexíkó. Í henni er oftast kjúklingur, og hrísgrjón og tortillur hafðar sem meðlæti.
Sagt er að systir Andrea hafi búið hana fyrst til, í klaustrinu í Puebla á 17. öld. Til eru fjölmargar útgáfur, oftast eru í henni ávextir, hnetur, nokkrar chilitegundir, kanill, kúmmín og súkkulaði. Stundum eru hátt í tuttugu hráefni í sósunni góðu.
Omar og Judy buðu okkur í mexíkóskan mole-kjúkling, en sósuna gerði hann frá grunni. Omar er Mexíkói, en Judy er Breti. Bæði bjuggu þau á Íslandi áður en þau fluttu til Mexíkó fyrir sjö árum, en eru nú flutt aftur heim og búa á Ísafirði. Satt best að segja skortir mig lýsingarorð, svo góður var molekjúklingurinn.
— MEXÍKÓ — JUDY — SÓSUR — ÍSAFJÖRÐUR — KJÚKLINGUR —
.
— MEXÍKÓ — JUDY — SÓSUR — ÍSAFJÖRÐUR — KJÚKLINGUR —
.