
Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey
Eins og fólk þekkir sér rabarbarinn að mestu um að halda „sínu svæði” lausu við óværu. Auðveld og náttúruleg aðferð til að spreyja á gróður í garðinum er að sjóða upp á rabarbarablöðum og nota soðið. Þetta er ágætt að gera þrisvar sinnum yfir sumarið.
Í þessu görótta spreyji eru engin sérstök hlutföll. Sjálfur fylli ég 10 lítra pott af blöðum, helli vatni svo fljóti yfir og sýð í 10 mín. Læt kólna í soðinu. Síðan eru blöðin sigtuð frá og soðinu spreyjað á í garðinum.
Á netinu sé ég að sumir setja lítið eitt af grænsápu eða brúnsápu saman við í lokin svo herlegheitin loði betur við það sem spreyjað er á.
Svo er um að gera að nýta rabarbarann, HÉR ERU NOKKRAR GÓÐAR RABARBARAUPPSKRIFTIR
.