Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Lífræn skordýravörn - rabarbarablaðasprey rabarbari sprey NÁTTÚRULEG vörn skordýraeitur
Náttúruleg, lífræn skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Eins og fólk þekkir sér rabarbarinn að mestu um að halda „sínu svæði” lausu við óværu. Auðveld og náttúruleg aðferð til að spreyja á gróður í garðinum er að sjóða upp á rabarbarablöðum og nota soðið. Þetta er ágætt að gera þrisvar sinnum yfir sumarið.

Í þessu görótta spreyji eru engin sérstök hlutföll. Sjálfur fylli ég 10 lítra pott af blöðum, helli vatni svo fljóti yfir og sýð í 10 mín. Læt kólna í soðinu. Síðan eru blöðin sigtuð frá og soðinu spreyjað á í garðinum.

Á netinu sé ég að sumir setja lítið eitt af grænsápu eða brúnsápu saman við í lokin svo herlegheitin loði betur við það sem spreyjað er á.

Svo er um að gera að nýta rabarbarann, HÉR ERU NOKKRAR GÓÐAR RABARBARAUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu. Ef eitthvað er þá er auðveldara að vinna með spelthveiti í pitsudeigi en venjulegt hveiti. Pitsa dagsins var sem sé úr spelti og svo var hnoðað upp í deigið með hvítu hveiti. Pitsusósa ofan á, sveppir og gul paprika og þar ofan á rifinn ostur. Þegar pitsan kom úr ofninum var stráð yfir saxaðri steinselju og þrenningarfjólum. Óskaplega sumarlegt og gott

Matarboð hjá Gunnari og Helenu – humarsúpa, nautasteik, Bernaise og súkkulaðiterta úr potti

Matarboð hjá Gunnari og Helenu. Heiðurshjónin Gunnar Bjarnason og Helena Steinarsdóttir héldu matarboð og buðu nokkrum vinum sínum. Gunnar var í sveit heima í fjölmörg ár og stóð sig með stakri prýði enda hvers manns hugljúfi, vandvirkur og hörkuduglegur. Hann sér að mestu um matseldina á heimilinu en Helena bakar. Þau hjónin hafa áður komið við sögu hér, það var þegar þau bjuggu í Tyrklandi

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka

Frystið vatn í flöskum eða vatnskönnum til að fá klaka. Hver kannast ekki við að það er ekki til klaki í frystinum þegar á þarf að halda? Allra besta ráðið til að setja vatn í flöskur eða vatnskönnur og frysta. Þetta á einnig við þegar farið er í ferðalög. Þá er kjörið að frysta vatn á flöskum og rétt fyrir brottför er síðan fyllt á með vatni, bústi, ávaxtasafa eða öðru. Húsráð dagsins og allra daga :)

Fyrri færsla
Næsta færsla