Tres Locos

Tres Locos Marsibil mexíkó restaurant in reykjavík veitingahús mexíkóskur matur Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo Lamba tostada - morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.
Albert, Marsibil og Bergþór á Tres Locos

Tres Locos

„Ert’ekki að grínast, þetta er besti matur sem ég hef fengið”, sagði Marsibil sem fór með öfum sínum á Tres Locos, mexíkóska veitingastaðinn í Hafnarstræti. Hún er stemningskona og staðurinn er einmitt fullur af stemningu. Tónlistin gefur tóninn, Oye como va, Chiquita Pero Picosa, Mas Que Nada o.s.frv.

Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

Alexander sá mest um okkur, en þjónustan var sérlega þægileg, glaðleg og laus við tilgerð. Létt og bragðmikið taco, tostadas, fajitas, quesadillas og alls konar gúmmelaði. Við vorum hæstánægð.

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum
Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo
Lamba tostada – morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.

Súkkulaðimús með vanilluís
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.
Hvítsúkkulaðimús
Byrjuðum á að fá óáfenga gómsæta fordrykki
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

AÐ LOKUM:
Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar.
Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.

Versalakökur – verðlaunasmákökur

Versalakökur - 2.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2017. Valgerður Guðmundsóttir hreppti annað sætið með Versalakökunum ljúffengu. Fallegar og mjög jólalegar smákökur. Mér fannst eitt augnablik ég vera kominn til Versala þegar ég beit í fyrstu kökuna - apríkósurnar komu skemmtilega á óvart. Hér harmónerar allt vel saman

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.