Tres Locos

Tres Locos Marsibil mexíkó restaurant in reykjavík veitingahús mexíkóskur matur Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo Lamba tostada - morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.
Albert, Marsibil og Bergþór á Tres Locos

Tres Locos

„Ert’ekki að grínast, þetta er besti matur sem ég hef fengið”, sagði Marsibil sem fór með öfum sínum á Tres Locos, mexíkóska veitingastaðinn í Hafnarstræti. Hún er stemningskona og staðurinn er einmitt fullur af stemningu. Tónlistin gefur tóninn, Oye como va, Chiquita Pero Picosa, Mas Que Nada o.s.frv.

Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

Alexander sá mest um okkur, en þjónustan var sérlega þægileg, glaðleg og laus við tilgerð. Létt og bragðmikið taco, tostadas, fajitas, quesadillas og alls konar gúmmelaði. Við vorum hæstánægð.

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Smálúðu ceviche með avókadó og bleikuhrognum
Túnfisk tostada með trufflu- og yuzu mayo
Lamba tostada – morita jarðhnetu marinering, rauðlaukur og fetaostur.

Súkkulaðimús með vanilluís
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.
Hvítsúkkulaðimús
Byrjuðum á að fá óáfenga gómsæta fordrykki
Tres Locos í Hafnarstræti. Andrúmsloftið er líflegt, hönnun staðarins litrík og full af forvitnilegum hlutum sem fanga augað, mexíkóskur andi svífur yfir vötnunum, án þess að það sé yfirdrifið.

AÐ LOKUM:
Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar.
Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

VEITINGASTAÐIRÍSLANDMEXÍKÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.