Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur finnland valborg guðrún guðjónsdóttir árbær möndluterta Fáskrúðsförður finnland möndlur kvöldkaffi finnska konan möndlukaka Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór
Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Margir vinir mínir kannast við „finnsku konuna”, Valborg vinkona mín hafði sérstakan áhuga á finnsku í barnæsku og lá límd við sjónvarpið til að ná hljómfallinu og svo æfði hún sig öllum stundum í bull-finnsku. Stundum sendir hún okkur óborganlega skemmtileg myndbönd sem „finnska konan”. Hún á það til að senda okkur svipuð myndbönd á spænsku og þýsku.

Valborg er nágranni okkar og bauð í kvöldkaffi, fengum magnaða möndlutertu með vanillukremi sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni (og núna okkur líka).

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.

Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór

 

Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Botn:
4 eggjahvítur
150 grömm flórsykur
Þeytt vel saman.

150 gr. hakkaðar möndlur
½ teskeið lyftiduft
Blandið varlega við eggjahvítur og flórsykur.
Bakið við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Krem:
6 eggjarauður
150 grömm sykur
2 dl rjómi
1 ½ teskeið vanillusykur

150 grömm smjör, við stofuhita – geyma þar til síðar.

Setjið rauður, sykur, rjóma og vanillusykur í pott og hitið við lágan hita – það er mikilvægt að hræra nánast stanslaust á meðan kremið þykknar. Þegar ásættanlegri áferð er náð, er kremið látið standa í pottinum og látið ná stofuhita.
Hrærið þá vel í kreminu, bætið smjörinu út í og hrærið þar til að komin er silkiáferð.
Smyrjið kreminu á botninn, kælið og skreytið með berjum og súkkulaði.
Þessi kaka er best vel kæld og gott að geyma í frysti ef hún klárast ekki öll í einu.

Kvöldkaffi
Albert og Valborg. Fyrir ættfróða og áhugasama Fáskrúðsfirðinga má geta þess að Valborg og Ottó Vestmann í Árbæ voru amma og afi Valborgar.

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.