Auglýsing
Finnskur sumardraumur finnland valborg guðrún guðjónsdóttir árbær möndluterta Fáskrúðsförður finnland möndlur kvöldkaffi finnska konan möndlukaka Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór
Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Margir vinir mínir kannast við „finnsku konuna”, Valborg vinkona mín hafði sérstakan áhuga á finnsku í barnæsku og lá límd við sjónvarpið til að ná hljómfallinu og svo æfði hún sig öllum stundum í bull-finnsku. Stundum sendir hún okkur óborganlega skemmtileg myndbönd sem „finnska konan”. Hún á það til að senda okkur svipuð myndbönd á spænsku og þýsku.

Valborg er nágranni okkar og bauð í kvöldkaffi, fengum magnaða möndlutertu með vanillukremi sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni (og núna okkur líka).

Auglýsing

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.

Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór

 

Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Botn:
4 eggjahvítur
150 grömm flórsykur
Þeytt vel saman.

150 gr. hakkaðar möndlur
½ teskeið lyftiduft
Blandið varlega við eggjahvítur og flórsykur.
Bakið við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Krem:
6 eggjarauður
150 grömm sykur
2 dl rjómi
1 ½ teskeið vanillusykur

150 grömm smjör, við stofuhita – geyma þar til síðar.

Setjið rauður, sykur, rjóma og vanillusykur í pott og hitið við lágan hita – það er mikilvægt að hræra nánast stanslaust á meðan kremið þykknar. Þegar ásættanlegri áferð er náð, er kremið látið standa í pottinum og látið ná stofuhita.
Hrærið þá vel í kreminu, bætið smjörinu út í og hrærið þar til að komin er silkiáferð.
Smyrjið kreminu á botninn, kælið og skreytið með berjum og súkkulaði.
Þessi kaka er best vel kæld og gott að geyma í frysti ef hún klárast ekki öll í einu.

Kvöldkaffi
Albert og Valborg. Fyrir ættfróða og áhugasama Fáskrúðsfirðinga má geta þess að Valborg og Ottó Vestmann í Árbæ voru amma og afi Valborgar.

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.