Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur finnland valborg guðrún guðjónsdóttir árbær möndluterta Fáskrúðsförður finnland möndlur kvöldkaffi finnska konan möndlukaka Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór
Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Margir vinir mínir kannast við „finnsku konuna”, Valborg vinkona mín hafði sérstakan áhuga á finnsku í barnæsku og lá límd við sjónvarpið til að ná hljómfallinu og svo æfði hún sig öllum stundum í bull-finnsku. Stundum sendir hún okkur óborganlega skemmtileg myndbönd sem „finnska konan”. Hún á það til að senda okkur svipuð myndbönd á spænsku og þýsku.

Valborg er nágranni okkar og bauð í kvöldkaffi, fengum magnaða möndlutertu með vanillukremi sem er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni (og núna okkur líka).

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.

Kvöldkaffigestir: Svanhvít Valgeirsdóttir, Willem Verheul, Valborg Guðrún Guðjónsdóttir, Albert og Bergþór

 

Finnskur sumardraumur

Finnskur sumardraumur

Botn:
4 eggjahvítur
150 grömm flórsykur
Þeytt vel saman.

150 gr. hakkaðar möndlur
½ teskeið lyftiduft
Blandið varlega við eggjahvítur og flórsykur.
Bakið við 175°C í u.þ.b. 30 mínútur.

Krem:
6 eggjarauður
150 grömm sykur
2 dl rjómi
1 ½ teskeið vanillusykur

150 grömm smjör, við stofuhita – geyma þar til síðar.

Setjið rauður, sykur, rjóma og vanillusykur í pott og hitið við lágan hita – það er mikilvægt að hræra nánast stanslaust á meðan kremið þykknar. Þegar ásættanlegri áferð er náð, er kremið látið standa í pottinum og látið ná stofuhita.
Hrærið þá vel í kreminu, bætið smjörinu út í og hrærið þar til að komin er silkiáferð.
Smyrjið kreminu á botninn, kælið og skreytið með berjum og súkkulaði.
Þessi kaka er best vel kæld og gott að geyma í frysti ef hún klárast ekki öll í einu.

Kvöldkaffi
Albert og Valborg. Fyrir ættfróða og áhugasama Fáskrúðsfirðinga má geta þess að Valborg og Ottó Vestmann í Árbæ voru amma og afi Valborgar.

FINNLANDVALBORG GUÐRÚNMÖNDLUTERTURSPÁNNÞÝSKALAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Askarnir þrifnir

IMG_2458

„Allir borðuðu úr öskum. Tvisvar á ári voru þeir þvegnir: úr hangikjötssoðinu
fyrir jólin og sumardaginn fyrsta, annars voru hundarnir látnir
„verka“ þá eftir hverja máltíð; askurinn settur niður á gólf með ofurlitla
matarleif í lögginni, hundarnir sleiktu hann vel og vandlega, eigandinn
tók síðan ask sinn upp, blés einu sinni ofan í hann, setti hann upp
á hillu, með það var hann góður. Ekkert okkar hefir þó orðið sullaveikt.“
-Ólöf Sigurðardóttir f.1857 í Húnavatnssýslu. Eimreiðin 1906