Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Lífræn skordýravörn - rabarbarablaðasprey rabarbari sprey NÁTTÚRULEG vörn skordýraeitur
Náttúruleg, lífræn skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Eins og fólk þekkir sér rabarbarinn að mestu um að halda „sínu svæði” lausu við óværu. Auðveld og náttúruleg aðferð til að spreyja á gróður í garðinum er að sjóða upp á rabarbarablöðum og nota soðið. Þetta er ágætt að gera þrisvar sinnum yfir sumarið.

Í þessu görótta spreyji eru engin sérstök hlutföll. Sjálfur fylli ég 10 lítra pott af blöðum, helli vatni svo fljóti yfir og sýð í 10 mín. Læt kólna í soðinu. Síðan eru blöðin sigtuð frá og soðinu spreyjað á í garðinum.

Á netinu sé ég að sumir setja lítið eitt af grænsápu eða brúnsápu saman við í lokin svo herlegheitin loði betur við það sem spreyjað er á.

Svo er um að gera að nýta rabarbarann, HÉR ERU NOKKRAR GÓÐAR RABARBARAUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa

Hrökkbrauðið hrjúfa. Heimabakað hrökkbrauð er gott með ostum, með salati, sem snakk milli mála og með súpu. Sólrún bauð okkur í kaffi og hafði bakað þetta hrökkbrauð sem er afar ljúffengt.

Gott er að strá Maldon salti yfir þegar búið að að fletja út nú eða gera eins og Guðrún og bæta kúmeni í fræblönduna (veit ekki hver Guðrún er en þetta stóð svona í uppskriftinni sem ég fékk hjá Sólrúnu)

Fyrri færsla
Næsta færsla