Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Lífræn skordýravörn - rabarbarablaðasprey rabarbari sprey NÁTTÚRULEG vörn skordýraeitur
Náttúruleg, lífræn skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Náttúruleg skordýravörn – rabarbarablaðasprey

Eins og fólk þekkir sér rabarbarinn að mestu um að halda „sínu svæði” lausu við óværu. Auðveld og náttúruleg aðferð til að spreyja á gróður í garðinum er að sjóða upp á rabarbarablöðum og nota soðið. Þetta er ágætt að gera þrisvar sinnum yfir sumarið.

Í þessu görótta spreyji eru engin sérstök hlutföll. Sjálfur fylli ég 10 lítra pott af blöðum, helli vatni svo fljóti yfir og sýð í 10 mín. Læt kólna í soðinu. Síðan eru blöðin sigtuð frá og soðinu spreyjað á í garðinum.

Á netinu sé ég að sumir setja lítið eitt af grænsápu eða brúnsápu saman við í lokin svo herlegheitin loði betur við það sem spreyjað er á.

Svo er um að gera að nýta rabarbarann, HÉR ERU NOKKRAR GÓÐAR RABARBARAUPPSKRIFTIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Fyrri færsla
Næsta færsla