Ferskjutertan
Bergþór var að rifja upp ferskjuköku sem hann bakaði oft á 8. áratugnum. Til að fá haldgóða uppskrift, spurði hann inni á Gamaldags matur á fb. Það er nú meiri snilldarsíðan, svörin voru komin í bunum eftir nokkrar mínútur.
Kakan er ofureinföld, eiginlega „idjót prúf“ og auðvelt að grípa til ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Það má setja hvaða niðursoðna ávexti sem er, oft voru settir kokteilávextir. Hér að neðan er upphaflega uppskriftin en það má alveg minnka sykurinn verulega án þess að gæði kökunnar minnki.
— FERSKJUR — GAMALDAGS MATUR — KAFFIMEÐLÆTI — BERGÞÓR —
.
Ferskjutertan
1 b sykur
1 egg
1 b hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ dós niðursoðnar ferskjur (og safinn)
Yfir:
½ b púðursykur
½ b kókosmjöl
Þeytið egg og sykur. Hrærið saman við hveiti, matarsóda og salt ásamt safa af ferskjunum, þar til deigið er eins og þykkt vöffludeig. Hellið í eldfast mót og raðið ferskjubitum yfir. Blandið púðursykri og kókosmjöli saman og stráið yfir. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 30 mín. Berið fram með þeyttum rjóma.
— FERSKJUR — GAMALDAGS MATUR — KAFFIMEÐLÆTI — BERGÞÓR —
.