Ferskjutertan

Ferskjutertan feskjur terta með ferskjum GAMALDAGS MATUR ÁVEXTIR Í DÓS bergþór pálsson
Ferskjutertan

Ferskjutertan

Bergþór var að rifja upp ferskjuköku sem hann bakaði oft á 8. áratugnum. Til að fá haldgóða uppskrift, spurði hann inni á Gamaldags matur á fb. Það er nú meiri snilldarsíðan, svörin voru komin í bunum eftir nokkrar mínútur.

Kakan er ofureinföld, eiginlega „idjót prúf“ og auðvelt að grípa til ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Það má setja hvaða niðursoðna ávexti sem er, oft voru settir kokteilávextir. Hér að neðan er upphaflega uppskriftin en það má alveg minnka sykurinn verulega án þess að gæði kökunnar minnki.

FERSKJURGAMALDAGS MATURKAFFIMEÐLÆTIBERGÞÓR

.

Ferskjutertan

1 b sykur
1 egg
1 b hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ dós niðursoðnar ferskjur (og safinn)

Yfir:
½ b púðursykur
½ b kókosmjöl

Þeytið egg og sykur. Hrærið saman við hveiti, matarsóda og salt ásamt safa af ferskjunum, þar til deigið er eins og þykkt vöffludeig. Hellið í eldfast mót og raðið ferskjubitum yfir. Blandið púðursykri og kókosmjöli saman og stráið yfir. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 30 mín. Berið fram með þeyttum rjóma.

FERSKJURGAMALDAGS MATURKAFFIMEÐLÆTIBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.