Ferskjutertan

Ferskjutertan feskjur terta með ferskjum GAMALDAGS MATUR ÁVEXTIR Í DÓS bergþór pálsson
Ferskjutertan

Ferskjutertan

Bergþór var að rifja upp ferskjuköku sem hann bakaði oft á 8. áratugnum. Til að fá haldgóða uppskrift, spurði hann inni á Gamaldags matur á fb. Það er nú meiri snilldarsíðan, svörin voru komin í bunum eftir nokkrar mínútur.

Kakan er ofureinföld, eiginlega „idjót prúf“ og auðvelt að grípa til ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Það má setja hvaða niðursoðna ávexti sem er, oft voru settir kokteilávextir. Hér að neðan er upphaflega uppskriftin en það má alveg minnka sykurinn verulega án þess að gæði kökunnar minnki.

FERSKJURGAMALDAGS MATURKAFFIMEÐLÆTIBERGÞÓR

.

Ferskjutertan

1 b sykur
1 egg
1 b hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
½ dós niðursoðnar ferskjur (og safinn)

Yfir:
½ b púðursykur
½ b kókosmjöl

Þeytið egg og sykur. Hrærið saman við hveiti, matarsóda og salt ásamt safa af ferskjunum, þar til deigið er eins og þykkt vöffludeig. Hellið í eldfast mót og raðið ferskjubitum yfir. Blandið púðursykri og kókosmjöli saman og stráið yfir. Bakið í miðjum ofni við 175°C í 30 mín. Berið fram með þeyttum rjóma.

FERSKJURGAMALDAGS MATURKAFFIMEÐLÆTIBERGÞÓR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.