Glasgow – Edinborg

Glasgow skotland skoskur matur edinborg matarganga matarborg AFTERNOON TEA Við London Street 16 í Edinborg bjó Sveinbjörn Sveinbjörnsson ÞJÓÐSÖNGURINN Hvar bjó Sveinbjörn Sveinbjörnsson í edinborg play air play matthías jochumsson ó guð vors lands Sólrún Björnsdóttir sólrún og steindór Glasgow og Edinborg eru báðar skemmtilega en ólíkar, skemmtilegar hvor á sinn hátt. Í þeim báðum er fjölbreytt úrval veitingastaða og gaman að upplifa hvað Skotar halda sinni matarmenningu á lofti.
Glasgow og Edinborg eru báðar skemmtilega en ólíkar, skemmtilegar hvor á sinn hátt. Í þeim báðum er fjölbreytt úrval veitingastaða og gaman að upplifa hvað Skotar halda sinni matarmenningu á lofti.

 

Glasgow – Edinborg – Skoskar matarborgir

Í vor var ég svo ljónheppinn að vinna ferð með Play til Glasgow í happdrætti í breska sendiráðinu þegar Karl konungur var settur inn í embætti. Sólrún og Steindór slógust í för með okkur og gerðu góða ferð enn betri.

Það er ekkert leiðinlegt að bragða á fjölbreyttum og bragðgóðum skoskum mat. Fékk fjölmörg ráð frá Skotlandsförum við færslu á Facebook, mjög gagnlegar uppástungur. Við lentum t.d. á hóteli í Edinborg sem óhætt er að mæla með, Kimpton Charlotte Square skv. ábendingu hennar Tinnu, vinkonu okkar á Ísafirði. Samfélagsmiðlar eru til margs gagnlegir.

Það er oft gaman að eigra um og finna sér fallega, flotta staði til að borða á, en ég hef oft rekið mig á að gott er að skoða vel á netinu með góðum fyrirvara og panta. Alltaf er hægt að afpanta ef okkur líst betur á annað. Það færir okkur nær menningunni að velja a.m.k. einn þjóðlegan stað, þó að í borgum eins og Glasgow og Edinborg megi finna líka Mexíkó, Kína, Indland, Víetnam og næstum hvað sem er, ef sá gállinn er á okkur.

Til að nefna eitthvað mætti byrja á að skoða Unalome, The Gannet, Ubiquitous Chip, Cail Bruich, Glaschu, Oran Mor í Glasgow. Edinborg býður upp á ótrúlega fjölbreytta veitingastaði, en til að segja eitthvað út í bláinn, eru t.d. Number One, The Witchery, Gardener’s Cottage, Amber, Rollo og bara óendanlega marga aðra. Við létum okkur líka reika og duttum inn á yndislega staði.

Oft er hentugt að panta tasting menu. Það getur komið dálítið við pyngjuna, en ef okkur langar að prófa marga góða staði, getur verið hentugt að fara í hádeginu og þá kostar það gjarnan aðeins helming.

Svo er ég haldinn þeirri sérvisku að panta í síðdegiste, sem er oft eins og hápunktur ferðarinnar. Við fórum á The Willow tea rooms í Glasgow og The WS Society – The Signet Library í gömlu bókasafni í Edinborg skv. ábendingu hennar Jónu Símoníu, vinkonu okkar á Ísafirði, en þar fengum við konunglegar móttökur, enda voru myndir uppi á vegg þar sem Elísabet drottning og Vilhjálmur prins voru skrýdd í hverja silkihúfuna upp af annarri fyrir athöfn í salnum.

Við ákváðum að velja eitt safn til að skoða, fyrir valinu varð Kelvingrove Art Gallery and Museum sem vel má mæla með. Húsið, sem er hið glæsilegasta, var byggt fyrir heimssýninguna í Glasgow árið 1888. Þarna eru 22 salir með allt frá náttúrufræðisal yfir í franska málaralist.

Það tekur aðeins klukkustund að fara til Edinborgar og er eiginlega skylda ef farið er til Glasgow. Þar er eins og stigið sé inn í Charles Dickens sögu, borgin sameinar margt; sögu, glæsibyggingar og 900 ára kastalann sem gnæfir yfir borginni og hefur mikið aðdráttarafl, góðan mat, kósíheit, söfn, verslanir, allt sem ferðamaður getur óskað sér – sjá neðst í færslunni.

SKOTLANDMATARBORGIRGLASGOWEDINBORGAFTERNOON TEASÓLRÚN & STEINDÓR

.

Kevin og hans góða fólk tók hlýlega á móti okkur á The Gannet
The Gannet: Ostrur, kúrbítur, kornhænuegg og silungur.
The Gannet: Þorskur, rauðrófurisottó, önd og lamb.
Síðdegiskaffið á The Willow tea rooms sem er allt í anda hins fræga arkitekts og fjöllistamanns Charles Rennie Mackintosh. Áhrifa hans gætir víða í borginni.
Glaschu er einn af mörgum góðum veitingastöðum. Kúrbítur, þorskur og hörpudiskur.
Skoskur morgunverður. Víða smökkuðum við Haggis, það var ólíkt milli staða en allsstaðar gott. T.v. á myndinni er blóðbúðingur og sneiðin ofan á er Haggis. Besta Haggisið fengum við í Scotch Malt Whiskey Society í 40 Bath Street.
Afternoon Tea á The WS Society – The Signet Library. Allt upp á tíu á þeim bænum.
Matarganga. Á ferðalögum okkar um heiminn höfum við oftar en ekki farið í skipulagðar matargöngur, það gerðum við líka í Glasgow EN ég tók bara mynd á fyrsta staðnum: Alston. Hann er undir aðaljárnbrautarstöðinni. Þar fengum við skoska nautasteik.
Kelvingrove Art Gallery and Museum er mjög fjölbreytt safn sem vel má mæla með
The Dome í Edinborg er einn af fallegri veitingastöðum sem við höfum séð.
Við London Street 16 í Edinborg bjó Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

SKOTLANDMATARBORGIRGLASGOWEDINBORGAFTERNOON TEASÓLRÚN & STEINDÓR

PLAY TIL GLASGOW

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Zinzino Balance Oil

Zinzino Balance Oil. Eins og margir vita tekur Bergþór þátt í feikivinsælum dansþáttum á Stöð 2. Það hefur gengið vonum framar, en hans helsta markmið var að fara út fyrir þægindarammann sinn til að halda sér ferskum, en ekki síður að sýna fram á að það skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er þegar það byrjar að dansa. Honum hefur farið gríðarlega fram og hefur komið sjálfum sér á óvart. Heimilislífið stendur með þvílíkum blóma og gleði og það er gaman að heyra sporaglaum inni í stofu þegar maður vaknar.

Súkkulaðikasjúsmákökur

Sukkuladikasju-smakokur

Súkkulaðikasjú-smákökur. Ætli megi ekki segja að jólaundirbúningurinn sé hafinn, amk voru útbúnar hér smákökur í dag. Foreldrar mínir komu í kaffi í dag og pabbi var ánægður með kökurnar EN það ber að taka fram að hann fékk ekki að vita að þetta eru óbakaðar smákökur…. Hvað um það, mjööööög auðveldar og fljótlegar. Setjið á ykkur svunturnar, þvoið ykkur um hendurnar og hefjist handa…. 🙂