Ofnbakað blómkál
Bakað blómkál eins og þetta gengur fisk-, kjöt- og grænmetisréttum. Það má vel leika sér með kryddin, setjið ykkar uppáhaldskrydd. Það er ýmiss fróðleikur um blómkál á Íslenskt.is
— BLÓMKÁL — OFNBAKAÐ — GRÆNMETI — VEGAN —
.
Ofnbakað blómkál
1 vænt blómkálshöfuð
1 1/2 dl ólífuolía
1 msk ítölsk kryddblanda
1 hvítlauksgeiri saxaður fínt
salt + pipar + smá chili
1 msk rifinn parmesan ostur.
Hristið saman olíu, kryddi og hvítlauk.
Takið blöðin af blómkálinu og skerið hluta af stilknum burt.
Dreifið ca 1/3 af kryddleginum þar í. Snúið blómkálshöfðinu við og penslið restinni af kryddleginum yfir.
Stráið parmesan osti yfir og bakið við 180°C í 20-30 mín (fer eftir stærð/þykkt).
— BLÓMKÁL — OFNBAKAÐ — GRÆNMETI — VEGAN —
.