Trufflunautasteik Kristínar Stefáns

Guðrún, Svanhvít valgeirsdóttir , Kristín stefánsdóttir, Albert og Bergþór pálsson trufflur truffluolía trufflusveppir sokkabúðin cora NN studio nn stúdíó garðabær nautasteik kókosbollur
Guðrún, Svanhvít, Kristín, Albert og Bergþór

Trufflunautasteik Kristínar Stefáns

Kristín Stefánsdóttir rekur búðina NN Stúdíó og Sokkabúðina Cobra á Garðatorgi í Garðabæ. Kristín er annálaður matgæðingur og þau hjónin dugleg að halda veislur. Eftir að hafa farið með fjölskyldu í Króatíu sem vinnur við að leita að trufflusveppum, með aðstoð sérþjálfaðra hunda, ákvað hún að flytja sjálf inn bestu trufflurnar og truffluolíuna. Með ánægju vitna ég um að þetta eru bestu trufflur sem ég hef smakkað – MEIRA HÉR.

TRUFFLUSVEPPIRNAUTASTEIKGARÐABÆR

.

Forrétta smakk.  Gullostur, skerið rifur í ostinn, setjið vel af Mango Chutney yfir og rósmarín grein. Bakið í ofn í 25 min
Mjúkt nautakjötið jafnaðist á við það besta á veitingastöðum
Albert og Kristín með truffluveisluna fyrir framan sig.
Mjúkt nautakjötið jafnaðist á við það besta á veitingastöðum
Nautalund Ala Mömmu Trufflu

Nautalund Ala Mömmu Trufflu

Nautalund
3 pakkar sveppir
Humar
Sítrónusafi og smá hvítvín
3 hvítlauksgeirar
Trufflur frá Truffle Hunter
Salt og pipar

Skerið sinar af nautalundinni og hreinsið, skerið í mátuleg stykki til að steikja.
Saltið, piprið og kryddið einnig með hvítlauksalti og nuddið vel á kjötið
Hitið pönnuna vel og setjið kjötið á og steikið á öllum hliðum til að loka kjötinu vel.
Látið kjötið hvílast í 20-30 mínutur.

Setjið hvítlauk á sömu pönnu (ekki þvo á milli) og brúnið smá, steikið sveppina vel og kryddið með salti og pipar

Humarinn næst, steikið hvítlauk og svo humarinn beint á heita pönnu og í smá tíma og hellið hvítvíni og smá sítrónusafa yfir.

„Þegar allt er til þá sker ég kjötið í ca 1 cm sneiðar og þar sem það er búið að eldast fullkomlega í gegn, medium rare, þá hendi ég því á heita pönnuna til að fá smá lit á kjötið og raða svo strax á diska með meðlæti og trufflur heilar og truffluolíu yfir allt.”

 

Bombu eftirréttur

Bombu eftirréttur

Púðursykurmarengs
Bananar
Nóakropp
Jarðarber
Bláber
Þeyttur rjómi + vanillusykur.

Blandið rjóma, bönunum og marengs saman um morgun eða daginn áður, látið bíða í ísskáp, verður eins og ís.
Rétt áður en borið fram eru ávexti settir yfir og svo karmellusíróp og smá kaffi líkjör 🙂

Trufflurnar fást í noname.is og í versluninni NN Studíó á Garðatorgi – meira HÉR.

 

TRUFFLUSVEPPIRNAUTASTEIKGARÐABÆR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sætkartöflusúpa

Sætkartöflusúpa. Sætar kartöflur henta vel í súpu. Áður en ég fór á fund steikti ég grænmetið og lét suðuna koma upp, síðan slökkti ég undir og setti handklæði vandlega utan um pottinn. Þegar fundinum lauk var súpan tilbúin og ennþá heit. Hér má lesa um sætar kartöflur.

Grænn drykkur – búst – græna þruman

Grænn drykkur - búst - græna þruman. Segja má að það sé þjóðráð að hafa morgunmatinn fjölbreyttan, með öðrum orðum að borða ekki alltaf það sama. Við erum mjög misjöfn og ólík og sumir vakna svangir og eru tilbúnir fyrir morgunmatinn á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt snemma dags. Flesta morgna byrja ég á því að fá mér tvö vatnsglös (annað ýmist með matarsóda eða sítrónu) og svo góðan kaffibolla. Þar sem ég er ekkert svangur svona snemma dags finnst mér ástæðulaust að borða þá, í mínum huga eru það röng skilaboð til líkamans. Það kemur fyrir að komið sé fram undir hádegi þegar morgunverðurinn er snæddur.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave