Trufflunautasteik Kristínar Stefáns
Kristín Stefánsdóttir rekur búðina NN Stúdíó og Sokkabúðina Cobra á Garðatorgi í Garðabæ. Kristín er annálaður matgæðingur og þau hjónin dugleg að halda veislur. Eftir að hafa farið með fjölskyldu í Króatíu sem vinnur við að leita að trufflusveppum, með aðstoð sérþjálfaðra hunda, ákvað hún að flytja sjálf inn bestu trufflurnar og truffluolíuna. Með ánægju vitna ég um að þetta eru bestu trufflur sem ég hef smakkað – MEIRA HÉR.
— TRUFFLUSVEPPIR — NAUTASTEIK — GARÐABÆR —
.
Nautalund Ala Mömmu Trufflu
Nautalund
3 pakkar sveppir
Humar
Sítrónusafi og smá hvítvín
3 hvítlauksgeirar
Trufflur frá Truffle Hunter
Salt og pipar
Skerið sinar af nautalundinni og hreinsið, skerið í mátuleg stykki til að steikja.
Saltið, piprið og kryddið einnig með hvítlauksalti og nuddið vel á kjötið
Hitið pönnuna vel og setjið kjötið á og steikið á öllum hliðum til að loka kjötinu vel.
Látið kjötið hvílast í 20-30 mínutur.
Setjið hvítlauk á sömu pönnu (ekki þvo á milli) og brúnið smá, steikið sveppina vel og kryddið með salti og pipar
Humarinn næst, steikið hvítlauk og svo humarinn beint á heita pönnu og í smá tíma og hellið hvítvíni og smá sítrónusafa yfir.
„Þegar allt er til þá sker ég kjötið í ca 1 cm sneiðar og þar sem það er búið að eldast fullkomlega í gegn, medium rare, þá hendi ég því á heita pönnuna til að fá smá lit á kjötið og raða svo strax á diska með meðlæti og trufflur heilar og truffluolíu yfir allt.”
Bombu eftirréttur
Púðursykurmarengs
Bananar
Nóakropp
Jarðarber
Bláber
Þeyttur rjómi + vanillusykur.
Blandið rjóma, bönunum og marengs saman um morgun eða daginn áður, látið bíða í ísskáp, verður eins og ís.
Rétt áður en borið fram eru ávexti settir yfir og svo karmellusíróp og smá kaffi líkjör 🙂
— TRUFFLUSVEPPIR — NAUTASTEIK — GARÐABÆR —
.