Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

Sveitasetrið Brú í Grímsnesi grímsnes hákon hildibrand hlaðborð
Sveitasetrið Brú í Grímsnesi. Notalegheit, nýtni og húmor með kitsch ívafi eru meginþemað.

Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

Norðfirðingurinn Hákon Hildibrand kallar ekki allt ömmu sína. Eftir að hafa lyft grettistaki í hótel- og veitingamálum í Neskaupstað flutti hann sig um set og rífur nú upp Sveitasetrið Brú í Grímsnesinu. Notalegheit, nýtni og húmor með kitsch ívafi eru meginþemað.

HÁKON HILDIBRANDGRÍMSNESIÐVEITINGASTAÐIRNESKAUPSTAÐUR

.

Staðsetningin er einstök, skammt frá Ljósafossvirkjun, mikil náttúrufegurð og há tré allt um kring svo að dvölin er svolítið eins og ferð til útlanda. Á móti okkur tók reyndar rjómablíða svo að það jók á upplifunina.

Boðið er upp á hlaðborð á kvöldin, sem er nokkuð breytilegt. Úrvalið var mikið, allt frá bauna- eða kúskúsrétti, kimchi, sýrðum salötum til lambalæris og löngu sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð. Maturinn var mjög lystugur og sveppasúpan sennilega sú besta sem ég hef smakkað.

Bergþór, Hákon og Albert
Sveppasúpan sennilega sú besta sem ég hef smakkað.
Maturinn var mjög lystugur. Boðið er upp á hlaðborð á kvöldin, sem er nokkuð breytilegt. Úrvalið var mikið, allt frá bauna- eða kúskúsrétti, kimchi, sýrðum salötum til lambalæris og löngu sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð.
Sveitaseturseftirréttatertan góða
Langan góða sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð.
Lamb, langa, sveppir og Hasselback kartöflur
Útsaumsmyndir prýða heilan vegg í afgreiðslunni
Smekklegt og kósí á Sveitasetrinu Brú
Sveitasetrið Brú
Afgreiðslan á Brú
Hægt er að grípa í prjóna
Fallegasta útsýni er frá Brú
Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

 

HÁKON HILDIBRANDGRÍMSNESIÐVEITINGASTAÐIRNESKAUPSTAÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.