Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

Sveitasetrið Brú í Grímsnesi grímsnes hákon hildibrand hlaðborð
Sveitasetrið Brú í Grímsnesi. Notalegheit, nýtni og húmor með kitsch ívafi eru meginþemað.

Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

Norðfirðingurinn Hákon Hildibrand kallar ekki allt ömmu sína. Eftir að hafa lyft grettistaki í hótel- og veitingamálum í Neskaupstað flutti hann sig um set og rífur nú upp Sveitasetrið Brú í Grímsnesinu. Notalegheit, nýtni og húmor með kitsch ívafi eru meginþemað.

HÁKON HILDIBRANDGRÍMSNESIÐVEITINGASTAÐIRNESKAUPSTAÐUR

.

Staðsetningin er einstök, skammt frá Ljósafossvirkjun, mikil náttúrufegurð og há tré allt um kring svo að dvölin er svolítið eins og ferð til útlanda. Á móti okkur tók reyndar rjómablíða svo að það jók á upplifunina.

Boðið er upp á hlaðborð á kvöldin, sem er nokkuð breytilegt. Úrvalið var mikið, allt frá bauna- eða kúskúsrétti, kimchi, sýrðum salötum til lambalæris og löngu sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð. Maturinn var mjög lystugur og sveppasúpan sennilega sú besta sem ég hef smakkað.

Bergþór, Hákon og Albert
Sveppasúpan sennilega sú besta sem ég hef smakkað.
Maturinn var mjög lystugur. Boðið er upp á hlaðborð á kvöldin, sem er nokkuð breytilegt. Úrvalið var mikið, allt frá bauna- eða kúskúsrétti, kimchi, sýrðum salötum til lambalæris og löngu sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð.
Sveitaseturseftirréttatertan góða
Langan góða sem bragðaðist eins og humar, svo vel var hún elduð.
Lamb, langa, sveppir og Hasselback kartöflur
Útsaumsmyndir prýða heilan vegg í afgreiðslunni
Smekklegt og kósí á Sveitasetrinu Brú
Sveitasetrið Brú
Afgreiðslan á Brú
Hægt er að grípa í prjóna
Fallegasta útsýni er frá Brú
Sveitasetrið Brú í Grímsnesi

 

HÁKON HILDIBRANDGRÍMSNESIÐVEITINGASTAÐIRNESKAUPSTAÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.