Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Að skipta reikningi - reikningur veitingastaður
Að skipta reikningi – færslan birtist í Morgunblaðinu

Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Sem betur fer er það þannig hérlendis að þjónustufólki á veitingastöðum finnst lítið mál að skipta reikningi niður á gesti, það er að segja að hver og einn við borðið greiði aðeins fyrir það sem hann fékk. Það sama verður ekki sagt alls staðar erlendis.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Gott er að hafa í huga að misvel stendur á í peningabuddu fólks. Oftar en ekki er það áfengið sem hleypir verðinu upp. Á meðan öðrum finnst gott að drekka vín með matnum eru aðrir sem kjósa að sleppa því alveg. Vinkona mín var í heimsókn í New York og átti ekki of mikla peninga, hún fór út að borða með ýmsu frama- og mektarfólki. Þegar kom að reikningnum sagði sá sem lét hæst og drakk mest: „Við skiptum auðvitað jafnt”. Vinkonan þorði ekki fyrir sitt litla líf að mótmæla enda maðurinn mikilsmetinn á þeim tíma, en hún hafði valið sér allt það ódýrasta og drakk bara vatn.

Stefnumót

Sú var tíðin að karlmaðurinn greiddi reikninginn þegar hann bauð konu út að borða á stefnumóti. Það á ekki við lengur og ágætt að ræða það eins og annað. Eðlilegast er að hvort greiði sinn hluta, þó að það sé vissulega hvorum aðilanum sem er í sjálfsvald sett að bjóða út að borða. Bara hafa það á hreinu.

Skipta eða ekki skipta?

Auðvitað er eðlilegt að deila reikningi jafnt, þegar allur hópurinn fær sér það sama að borða og drekka. Oftast er einhver til í að taka reikninginn og deila honum niður eða þá að borga hann og fólk leggur inn á greiðandann.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.