Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Að skipta reikningi - reikningur veitingastaður
Að skipta reikningi – færslan birtist í Morgunblaðinu

Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Sem betur fer er það þannig hérlendis að þjónustufólki á veitingastöðum finnst lítið mál að skipta reikningi niður á gesti, það er að segja að hver og einn við borðið greiði aðeins fyrir það sem hann fékk. Það sama verður ekki sagt alls staðar erlendis.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Gott er að hafa í huga að misvel stendur á í peningabuddu fólks. Oftar en ekki er það áfengið sem hleypir verðinu upp. Á meðan öðrum finnst gott að drekka vín með matnum eru aðrir sem kjósa að sleppa því alveg. Vinkona mín var í heimsókn í New York og átti ekki of mikla peninga, hún fór út að borða með ýmsu frama- og mektarfólki. Þegar kom að reikningnum sagði sá sem lét hæst og drakk mest: „Við skiptum auðvitað jafnt”. Vinkonan þorði ekki fyrir sitt litla líf að mótmæla enda maðurinn mikilsmetinn á þeim tíma, en hún hafði valið sér allt það ódýrasta og drakk bara vatn.

Stefnumót

Sú var tíðin að karlmaðurinn greiddi reikninginn þegar hann bauð konu út að borða á stefnumóti. Það á ekki við lengur og ágætt að ræða það eins og annað. Eðlilegast er að hvort greiði sinn hluta, þó að það sé vissulega hvorum aðilanum sem er í sjálfsvald sett að bjóða út að borða. Bara hafa það á hreinu.

Skipta eða ekki skipta?

Auðvitað er eðlilegt að deila reikningi jafnt, þegar allur hópurinn fær sér það sama að borða og drekka. Oftast er einhver til í að taka reikninginn og deila honum niður eða þá að borga hann og fólk leggur inn á greiðandann.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com