Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Að skipta reikningi - reikningur veitingastaður
Að skipta reikningi – færslan birtist í Morgunblaðinu

Að skipta reikningi eða ekki skipta reikningi?

Sem betur fer er það þannig hérlendis að þjónustufólki á veitingastöðum finnst lítið mál að skipta reikningi niður á gesti, það er að segja að hver og einn við borðið greiði aðeins fyrir það sem hann fékk. Það sama verður ekki sagt alls staðar erlendis.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Gott er að hafa í huga að misvel stendur á í peningabuddu fólks. Oftar en ekki er það áfengið sem hleypir verðinu upp. Á meðan öðrum finnst gott að drekka vín með matnum eru aðrir sem kjósa að sleppa því alveg. Vinkona mín var í heimsókn í New York og átti ekki of mikla peninga, hún fór út að borða með ýmsu frama- og mektarfólki. Þegar kom að reikningnum sagði sá sem lét hæst og drakk mest: „Við skiptum auðvitað jafnt”. Vinkonan þorði ekki fyrir sitt litla líf að mótmæla enda maðurinn mikilsmetinn á þeim tíma, en hún hafði valið sér allt það ódýrasta og drakk bara vatn.

Stefnumót

Sú var tíðin að karlmaðurinn greiddi reikninginn þegar hann bauð konu út að borða á stefnumóti. Það á ekki við lengur og ágætt að ræða það eins og annað. Eðlilegast er að hvort greiði sinn hluta, þó að það sé vissulega hvorum aðilanum sem er í sjálfsvald sett að bjóða út að borða. Bara hafa það á hreinu.

Skipta eða ekki skipta?

Auðvitað er eðlilegt að deila reikningi jafnt, þegar allur hópurinn fær sér það sama að borða og drekka. Oftast er einhver til í að taka reikninginn og deila honum niður eða þá að borga hann og fólk leggur inn á greiðandann.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

Alla jafna skulum við samt hvorki stinga upp á að deila reikningi jafnt á veitingastöðum né samþykkja það ef einhver stingur upp á slíku.

BORÐSIÐIRVEITINGASTAÐIRNEW YORK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig á alls ekki að hegða sér á jólahlaðborði?

Nú fer að bresta á með jóla­hlaðborðum og marg­ur veit­ingamaður­inn far­inn að signa sig við til­hugs­un­ina. Hinn stórfíni matarvefur Morgunblaðsins birti pistil um hvernig á ekki að haga sér á jólahlaðborðunum sem eru að mörgu leiti mjög áhuga­vert fyr­ir­bæri en þar mætir fólk og gæðir sér á því allra besta sem jól­in hafa upp á að bjóða. Flest­ir haga sér vel og oft­ast geng­ur kvöldið vel fyr­ir sig en samt eru ákveðnar týp­ur sem mæta alltaf í veisl­una og þær eru: