Smákökusamkeppnin 2023 – Bestu smákökurnar
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — SMÁKÖKUSAMKEPPNI — KORNAX — NÓI SÍRÍUS —
.
Hin árlega smákökusamkeppni Kornax og Nóa Síríus er nýafstaðin og hér eru þrjár bestu smákökurnar þetta árið.
Þriggja setta jól. Höfundur: Dagný Marinósdóttir
Smákökubotn
50 g smjör
150 g suðusúkkulaði
2 dl Kornax hveiti rautt
2 dl ljós púðursykur
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
2 egg frá Nesbú
150 g Eitt sett súkkulaðiplata frá Nóa Síríus
1 dl hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus
Eitt sett lakkrístoppar
3 eggjahvítur
3 dl sykur
150 g Eitt sett lakkrískurl
1 tsk. Hockey Pulver duft
Smákökubotn
Hitið ofninn í 180 gráður á undir og yfirhita
Bræðið smjör og suðusúkkulaði í potti
Blandið hveiti, púðursykri, lyftidufti, salti og eggjum saman í skál
Brædda suðusúkkulaðinu og smjörinu bætt útí og hrært örlítið til viðbótar, en ekki of mikið
Saxið hálfa Eitt sett súkkulaðiplötu (75 g) og bætið út í deigið ásamt hvítu súkkulaðidropunum.
Takið kúfaða teskeið af deiginu og raðið fallega á plötu með bökunarpappír á.
Skellið plötunni inn í ofn í 10 mínútur
Þegar smákökurnar eru tilbúnar er þeim leyft að kólna ögn áður en farið er í næstu skref
Lakkrístoppar
Minnkið nú hitann á ofninum niður í 150 gráður
Þeytið sykur og eggahvítur saman í góðan tíma þar til orðið bæði þykkt og létt
Bætið Eitt sett lakkrískurlinu út í blönduna
Raðið u.þ.b 1 tsk af blöndunni á bökunarpappír á plötu, sáldrið Hockey Pulver duftinu á lakkrístoppan og inní ofn í sirka 15 mínútur
Þegar bæði Eitt sett smákökurnar og lakkrístopparnir eru tilbúnir er komið að því að setja þetta allt saman. Þá er byrjað á því að bræða hinn helminginn af Eitt sett súkkulaðiplötunni og því smurt á smáköku kökubotninn. Þar ofan á eru lakkrístoppunum svo tyllt á og voila! Smákökurnar eru tilbúnar.
Karamellu Nínur Höfundur: Nína Björk Þórsdóttir
Botnar
200 g hakkaðar möndlur
200 g flórsykur
100 g Kornax hveiti
4 eggjahvítur
50 g sykur
Krem
1 dl sykur
1 dl vatn
4 eggjarauður
200 g smjör (mjúkt)
3-4 msk saltkaramellusósa (fer eftir smekk), keypt tilbúin eða sjá uppskrift hér fyrir neðan. Gott að láta kólna vel
Skreyting
2-3 pokar (300-450 g) Nóa Síríus Doré Karamellu súkkulaðidropar
Karamellusósa
100 g sykur
60 g vatn
90 g rjómi
1 tsk vanilla
½ tsk sjávarsalt
Aðferð
Botnar
Hitið ofninn í 175 gráður
Blandið saman möndlum, flórsykri og hveiti í skál og setjið til hliðar
Stífþeytið eggjahviítur og bætið sykri saman við í litlum skömmtum.
Blandið þurrefnum varlega saman með sleikju
Formið í litlar kökur á bökunarplötu með teskeið eða notið sprautupoka
Bakið við 175 gráður í 12-15 mínútur, passið að baka ekki of lengi svo þær harðni ekki of mikið. Látið kólna á bökunarpappírnum.
Karamellusósa
Sjóðið saman sykur og vatn þar til blandan verður koparbrún á litinn, mikilvægt er að hræra ekki í blöndunni á meðan. Hitið rjómann til að koma í veg fyrir að harðir kekkir myndist í sósunni þegar rjómanum er bætt út í.
Þegar blandan hefur náð koparlit er potturinn tekinn af hitanum og rjómanum blandað varlega saman við og hrært vel um leið. Bætið síðan vanillu og salti saman við. Kælið
Krem
Búið til sykursíróp með því að sjóða saman sykur og vatn. Sírópið er tilbúið þegar rákir eða þræðir myndast þegar gaffli er dýft í blönduna. Kælið aðeins
Stífþeytið eggjarauðurnar og hellið sykursírópinu í mjórri bunu út í eggjarauðurnar, þeytið vel á meðan. Blandan verður ljósgul og létt.
Skerið smjörið í litla bita og bætið einum og einum saman við á meðan haldið er áfram að þeyta. Þeytið áfram þar til kremið fær jafna áferð. Hér þarf að vera þolinmóður þar sem blandan verður stundum ójöfn og virðist kekkjótt.
Blandið karamellusósu saman við, ein matskeið í einu og þeytið vel á milli
Kælið kremið
Þegar kremið hefur verið kælt þá er því smurt á botninn og kökurnar kældar á meðan súkkulaðið er brætt.
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er tilbúið, dýfið hverri köku í súkkulaði.
Kökurnar er best að geyma í frysti og taka út rétt áður en þær eru bornar fram.
Brownie karamellutoppar. Höfundur: Baldvin Lár Benediktsson
Brownie smákökudeig
230 g Síríus suðusúkkulaði
85 g smjör
150 g púðursykur
50 g sykur
2 egg
1 tsk vanilla
95 g rautt Kornax hveiti
20 g Síríus Kakó
2 g salt
2 g skyndikaffi duft
Karamellumiðja
170 g sykur
62 g smjör
340 g rjómi
22 g glúkósi
5 g sjávarsalt
230 g Síríus mjólkursúkkulaðidropar
50 g Síríus karamellukurl
Þeytt karamellukrem
370 g rjómi
100 g Síríus mjólkursúkkulaðidropar
100 g Síríus Doré súkkulaðidropar
Súkkulaðihjúpur
400 g Síríus suðusúkkulaði
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
Aðferð:
Brownie smákökudeig
Bræðið smjör, skyndikaffi og súkkulaði í vatnsbaði.
Þeytið egg, vanillu og sykur þar til létt og ljóst
Bætið súkkulaðiblöndunni við eggin
Sigtið saman hveiti, kakó og salti, bætið út í skálina og blandið vel saman
Skammtið á bökunarplötu og bakið á 170 gráðum í 6 mínútur
Karamellumiðja
Hitið saman rjóma og glúkósa og setjið til hliðar.
Bræðið sykur í potti þar til hann er gullinbrúnn.
Bætið smjöri og heitum rjóma út í karamelluna, látið sjóða í smástund
Hellið yfir súkkulaðið, blandið saman með töfrasprota og bætið salti út í.
Setjið í kæli yfir nótt.
Sprautið dropa af kremi á smákökuna og dýfið í karamellukurlið.
Þeytt karamellukrem
Hitið 100 g af rjóma og hellið yfir súkkulaðið, blandið með töfrasprota.
Bætið restinni af rjómanum út í og látið storkna yfir nótt.
Þeytið upp kremið og sprautið ofan á smákökuna með karamellukreminu á og frystið.
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði.
Dýfið smákökunni í súkkulaðið og látið storkna
— SMÁKÖKUR — JÓLIN — SMÁKÖKUSAMKEPPNI — KORNAX — NÓI SÍRÍUS —
.