Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum karamella kornflex lakkrís dumble rúna esradóttir ísafjörður nammibitar einfalt gott Berglind guðmundsdóttir gulur rauður grænn og salt
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

Rúna kom með karmellukornflexnammi með lakkrísbitum á dögunum. Uppskriftin  er frá Berglindi vinkonu minni, á sinni síðu segir hún: Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!!

RÚNALAKKRÍSKARAMELLU… — KORNFLEXNAMMIDUMLE

.

Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum

300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
Setjið í form (24x34cm) hulið smjörpappír og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Hellið því næst yfir kornflexnammið. Setjið í fyrsti og geymið í amk. 20-30 mínútur. Takið úr frysti og skerið í bita.

RÚNALAKKRÍSKARAMELLU… — KORNFLEXNAMMIDUMLE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vinsælustu borðsiðafærslurnar

Mest skoðað

Vinsælustu borðsiðafærslurnar janúar - júlí. Á hverjum föstudegi allt þetta ár birtast hér færslur um borðsiði og annað sem tengist borðhaldi, veislum og þess háttar. Það kom ánægjulega á óvart hversu vel fólk er þakklátt fyrir færslurnar og er duglegt að deila þeim. Í öllum bænum ekki halda að ég sé fullkominn í þessum málum, en mér hefur farið fram :)  Hér er listi yfir átta mest skoðuðu borðsiðafærslurnar frá áramótum til loka júní.