Jötunn í Arnardal – aðventuveisla

 

Albert, Geigei og Bergþór henrý ottó arnardalur jötunn átvagn fjósið ísafjörður skutulsfjörður isafjord westfjords best restaurant
Albert, Geigei og Bergþór í Arnardal

Jötunn í Arnardal – aðventuveisla

Fyrr á þessu ári opnaði Henry Ottó veitingastaðinn Jötun í gamla fjósinu í Arnardal í Skutulsfirði. Síðan hefur þar allt verið á uppleið og núna er komið að aðventuveislu. Búið að gera enn hlýlegra og orðið jólalegt bæði innandyra og utan. Við fórum ásamt Geigei vinkonu okkar og nutum veislunnar. Fimm rétta veisla sem einnig er til í vegan útgáfu.

HÉR má sjá meira um Jötun í Arnardal.

HENRY OTTÓGEIGEIJÓLIN — VEITINGASTAÐIR — ÍSAFJÖRÐUR —

.

Hangikjötstartar í sítrus með pikkluðum rauðlauk, grænu epli, steinselju, piparrótasósu ofan á laufabrauði.
Það er jólalegt í Arnardal
Útsnúin rúlla með hvítlaukskrydduðum grjónum, djúpsteiktri gulrót marineruð uppúr hunangi, steiktur laukur, avocado. Toppað með súrsætu teriyaki, brenndum lax og lime sesti.
Jólataco. Marineraður kalkúnn í rjóma bbqostasósu, mangó salsa, spínat, pikklaður rauðlaukur og kóríaner.
Andabringa í timianhoneymustard og hvítlauk. Smjörsteiktir sveppir, kartöfluús, grillaður aspas og rauðvínsrifsberjasósu.
Red velvet kaka með appelsínurjómaostakremi, rifsberjahlaupi, þurrkuðu jógúrt, mandarínum og limeberki.
Albert og Geigei
Jólalegt í Arnardal
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017

Fjórar bestu smákökutegundirnar 2017. Nýlega fór fram hin árlega smákökusamkeppni Kornax. Fjölmargar dásamlega góðar smákökur kepptu og dómnefndinni var mikill vandi á höndum. Eftir að hafa fækkað niður í tuttugu voru þær smakkaðar aftur og gefin stig. Að því búnu voru stigin talin og hér er topp 4 listinn

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu

Portvín, gráðaostur og fleira góðgæti úr Búrinu. Verð nú bara að fá að deila því með ykkur að ég fékk senda þessa dásamlegu matarmiklu körfu frá Búrinu. Þara er stórt stykki af Gráðaosti, Sandeman portvín (það má víst ekki segja Púrtvín lengur), einhverri dásamlegri fíkju, hnetukexi og ég veit bara ekki hvað og hvað. Það er bara fátt sem gleður mig meira þessa dagana. Gráðosturinn fær sparimeðferð og dekur hjá Búrverjum. Þar er nostrað við hann skrúbbaður vel og settur í Sandemans Portvínsbað í 3-4 vikur. Eftir þann tíma verður osturinn gullfallegur og vínrauður og öll sætan úr víninu fer djúpt inni ostinn... algjör dásemd með hægbakaðri fíkjukúlu frá Calabría 🙂

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - brosandi góð hollusta. Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina  #lesistmeðþartilgerðumgleraugum