Döðlubiscotti og kúmenbiscotti hjá Elfari Loga og Marsibil

0
Auglýsing
Jólabiscotti þingeyri elfar logi hannesson marsibil ítalía Döðlubiscotti & Kúmenbiscotti döðlur kúmen haukadalur Dýrafjörður
Döðlubiscotti & Kúmenbiscotti

Döðlubiscotti & kúmenbiscotti

Á Þingeyri búa listahjónin Elfar Logi og Marsibil. Þau eru sannkallaðir dugnaðarforkar, reka Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði auk þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum tengdum listinni. Elfar Logi og Marsibil útbúa hvort sína útgáfuna af biscotti, aðra með döðlum en hina með kúmeni.

BISCOTTIÞINGEYRIÍTALÍADÝRAFJÖRÐURHAUKADALURKÚMEN

Auglýsing

.

Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson

Döðlubiscotty & Kúmenbiscotti

Grunnuppskrift
2 dl sykur
1 ½ púðursykur
5 dl hveiti
¼ tsk matarsódi
¼ tsk sjávarsalt
150 gr möndlur með hýði
4 egg
2 msk mjúkt smjör
1 dl hveiti til að hnoða með (deigið á að vera smá klístrað).

Ristið möndlurnar á heitri pönnu og setjið þær svo til hliðar til kælingar.
Blandið sykri, púðursykri, hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Bætið eggjum, smjöri og möndlum út í og hrærið með sleif. Best er að hræra eins lítið og hægt er.
Fletjið deigið á hveitistráðu borði og hnoðið 1 dl aukalega af hveiti saman við deigið ef þurfa þykir, deigið á þó að vera pínulítið klístrað.

Núna er best að skipta deiginu í tvennt og hnoða saman við í sitt hvorn helming deigsins eftirfarandi:

Döðlubiscotti

60 gr döðlur, saxaðar
fræ úr ½ vanillustöng

Kúmen biscotti

½ tsk kúmen duft
½ tsk kúmen
½ tsk kanill
½ tsk negull

Setjið hveiti á hendurnar og mótið tvo hleifa úr hvorum helmingi. Raðið þeim nú á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið a.m.k. 5 cm á milli hleifanna þar sem að þeir renna út við bökun. Hitið ofninn í 200°C og bakið í 20 mín. eða þar til hleifarnir eru orðnir fallega gullnir. Takið þá úr ofninum og látið kólna aðeins.
Skáskerið hvorn hleif í ca 1,5 cm þykkar kökur, raðið þeim á bökunarplötu og bakið aftur í um 10 mín. við sama hitastig.
Bræðið 150 gr dökkt Lindu suðusúkkulaði og dýfið 1/3 af döðlubiscotti kökunum í súkkulaðið.
Njótið með kaffi eða heitu súkkulaði og ekki verra að hafa staup af Disaronno líkjör á kantinum.

 

Skötuservíetturnar eru hugarfóstur Marsibil og Öldu móður hennar. Hægt er að fá þær í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal.
Njótið með kaffi eða heitu súkkulaði og ekki verra að hafa staup af Disaronno líkjör á kantinum.
Það var ýmislegt góðgæti í boði auk bisottis, meðal annars rjómaávaxtasalat með rifnu rúgbrauði saman við. Mjög gott salat sem Alda S. Sigurðardóttir móðir Marsibil útbjó.

BISCOTTIÞINGEYRIÍTALÍADÝRAFJÖRÐURHAUKADALURKÚMEN

.

Fyrri færslaSérrítriffle
Næsta færslaSítrónusmákökur