Döðlubiscotti og kúmenbiscotti hjá Elfari Loga og Marsibil

Jólabiscotti þingeyri elfar logi hannesson marsibil ítalía Döðlubiscotti & Kúmenbiscotti döðlur kúmen haukadalur Dýrafjörður
Döðlubiscotti & Kúmenbiscotti

Döðlubiscotti & kúmenbiscotti

Á Þingeyri búa listahjónin Elfar Logi og Marsibil. Þau eru sannkallaðir dugnaðarforkar, reka Kómedíuleikhúsið í Haukadal í Dýrafirði auk þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum tengdum listinni. Elfar Logi og Marsibil útbúa hvort sína útgáfuna af biscotti, aðra með döðlum en hina með kúmeni.

BISCOTTIÞINGEYRIÍTALÍADÝRAFJÖRÐURHAUKADALURKÚMEN

.

Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson

Döðlubiscotty & Kúmenbiscotti

Grunnuppskrift
2 dl sykur
1 ½ púðursykur
5 dl hveiti
¼ tsk matarsódi
¼ tsk sjávarsalt
150 gr möndlur með hýði
4 egg
2 msk mjúkt smjör
1 dl hveiti til að hnoða með (deigið á að vera smá klístrað).

Ristið möndlurnar á heitri pönnu og setjið þær svo til hliðar til kælingar.
Blandið sykri, púðursykri, hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Bætið eggjum, smjöri og möndlum út í og hrærið með sleif. Best er að hræra eins lítið og hægt er.
Fletjið deigið á hveitistráðu borði og hnoðið 1 dl aukalega af hveiti saman við deigið ef þurfa þykir, deigið á þó að vera pínulítið klístrað.

Núna er best að skipta deiginu í tvennt og hnoða saman við í sitt hvorn helming deigsins eftirfarandi:

Döðlubiscotti

60 gr döðlur, saxaðar
fræ úr ½ vanillustöng

Kúmen biscotti

½ tsk kúmen duft
½ tsk kúmen
½ tsk kanill
½ tsk negull

Setjið hveiti á hendurnar og mótið tvo hleifa úr hvorum helmingi. Raðið þeim nú á bökunarplötu með smjörpappír. Hafið a.m.k. 5 cm á milli hleifanna þar sem að þeir renna út við bökun. Hitið ofninn í 200°C og bakið í 20 mín. eða þar til hleifarnir eru orðnir fallega gullnir. Takið þá úr ofninum og látið kólna aðeins.
Skáskerið hvorn hleif í ca 1,5 cm þykkar kökur, raðið þeim á bökunarplötu og bakið aftur í um 10 mín. við sama hitastig.
Bræðið 150 gr dökkt Lindu suðusúkkulaði og dýfið 1/3 af döðlubiscotti kökunum í súkkulaðið.
Njótið með kaffi eða heitu súkkulaði og ekki verra að hafa staup af Disaronno líkjör á kantinum.

 

Skötuservíetturnar eru hugarfóstur Marsibil og Öldu móður hennar. Hægt er að fá þær í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal.
Njótið með kaffi eða heitu súkkulaði og ekki verra að hafa staup af Disaronno líkjör á kantinum.
Það var ýmislegt góðgæti í boði auk bisottis, meðal annars rjómaávaxtasalat með rifnu rúgbrauði saman við. Mjög gott salat sem Alda S. Sigurðardóttir móðir Marsibil útbjó.

BISCOTTIÞINGEYRIÍTALÍADÝRAFJÖRÐURHAUKADALURKÚMEN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Albert eldar – blár, svartar og rauðar svuntur á tilboði. Tilvalin gjöf

Albert eldar - blár, svartar og rauðar svuntur. Vantar ódýra jólagjöf sem nýtist vel? Er með nokkrar fallegar svuntur til sölu sem á stendur Albert eldar - alberteldar.com

Verðinu er stillt verulega í hóf: 1.500 + sendingarkostnaður.i

Jólatilboð: 1.200 + sendingarkostnaður

Sendið póst á albert.eiriksson@gmail.com eða skilaboð á fasbókinni

Graskerssúpa – sæt og rjómakennd

Graskerssúpa. Haustið er tími útskorinna graskerja amk fyrir þá sem hafa búið í Bandaríkjunum. Sæt og rjómakennd súpa sem er mjög falleg á litinn. Í staðinn fyrir grasker má nota sæta kartöflu

Stór eða lítil eyru?

Eyru

Stór eða lítil eyru? Þegar búið er að virða fyrir sér líkamann í heild, er oft fróðlegt að athuga eyrun. Menn með stór eyru eru oft gefnir fyrir grænmeti og fyrirferðamikinn mat. Smáeyrður maður vill oftast heldur kjöt og aðra kjarnmikla fæðu.

Fyrri færsla
Næsta færsla