Sírópskökur
Sama aðferð og með Bicottiið góða, það er að baka lengjur, skera í sneiðar og baka svo aftur. Stökkar og góðar sírópskökur gera hvern kaffibolla betri.
— BAKSTUR — KAFFIMEÐLÆTI — BISCOTTI — SÍRÓPSLENGJUR —
.
Sírópskökur
1 dl síróp
180 gr smjörlíki
500 gr hveiti
1 dl sykur
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engiferduft
1 dl uppáhellt kaffi
2 tsk matarsódi
2/3 tsk hjartarsalt
1 egg
2 msk grófur sykur.
Bræðið smjörlíki og síróp við vægan hita. Setjið öll önnur hráefni sett í hrærivélarskálina og blandað saman. Hellið því næst bræddu smjör og sírópi varlega saman við blönduna ásamt eggi – hrærið svolitla stund. Stráið hveiti á borðflöt og deigið hnoðað í tvær lengjur, setjið á ofnplötu og stráið grófum sykri yfir.
Bakað við 185°C í 10-12 mínútur. Skerið í sneiðar á meðan eru enn heitar/volgar.
Raðið sneiðunum á plötu og bakið við 175°C í 7-8 mín á hvorri hlið.
— BAKSTUR — KAFFIMEÐLÆTI — BISCOTTI — SÍRÓPSLENGJUR —
.