Sírópskökur

Sírópskökur sírópslengjur sírópslengja biscotti síróp tvíbakaðar kökur negull kanill hjartarsalt með kaffinu
Sírópskökur

Sírópskökur

Sama aðferð og með Bicottiið góða, það er að baka lengjur, skera í sneiðar og baka svo aftur. Stökkar og góðar sírópskökur gera hvern kaffibolla betri.

BAKSTURKAFFIMEÐLÆTIBISCOTTISÍRÓPSLENGJUR

.

Sírópslengjurnar

Sírópskökur

1 dl síróp
180 gr smjörlíki
500 gr hveiti
1 dl sykur
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engiferduft
1 dl uppáhellt kaffi
2 tsk matarsódi
2/3 tsk hjartarsalt
1 egg
2 msk grófur sykur.

Bræðið smjörlíki og síróp við vægan hita. Setjið öll önnur hráefni sett í hrærivélarskálina og blandað saman. Hellið því næst bræddu smjör og sírópi varlega saman við blönduna ásamt eggi – hrærið svolitla stund. Stráið hveiti á borðflöt og deigið hnoðað í tvær lengjur, setjið á ofnplötu og stráið grófum sykri yfir.

Bakað við 185°C í 10-12 mínútur. Skerið í sneiðar á meðan eru enn heitar/volgar.

Raðið sneiðunum á plötu og bakið við 175°C í 7-8 mín á hvorri hlið.

Þurrefnin í sírópskökurnar

BAKSTURKAFFIMEÐLÆTIBISCOTTISÍRÓPSLENGJUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.