Sírópskökur

Sírópskökur sírópslengjur sírópslengja biscotti síróp tvíbakaðar kökur negull kanill hjartarsalt með kaffinu
Sírópskökur

Sírópskökur

Sama aðferð og með Bicottiið góða, það er að baka lengjur, skera í sneiðar og baka svo aftur. Stökkar og góðar sírópskökur gera hvern kaffibolla betri.

BAKSTURKAFFIMEÐLÆTIBISCOTTISÍRÓPSLENGJUR

.

Sírópslengjurnar

Sírópskökur

1 dl síróp
180 gr smjörlíki
500 gr hveiti
1 dl sykur
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engiferduft
1 dl uppáhellt kaffi
2 tsk matarsódi
2/3 tsk hjartarsalt
1 egg
2 msk grófur sykur.

Bræðið smjörlíki og síróp við vægan hita. Setjið öll önnur hráefni sett í hrærivélarskálina og blandað saman. Hellið því næst bræddu smjör og sírópi varlega saman við blönduna ásamt eggi – hrærið svolitla stund. Stráið hveiti á borðflöt og deigið hnoðað í tvær lengjur, setjið á ofnplötu og stráið grófum sykri yfir.

Bakað við 185°C í 10-12 mínútur. Skerið í sneiðar á meðan eru enn heitar/volgar.

Raðið sneiðunum á plötu og bakið við 175°C í 7-8 mín á hvorri hlið.

Þurrefnin í sírópskökurnar

BAKSTURKAFFIMEÐLÆTIBISCOTTISÍRÓPSLENGJUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.

Portúgalskur piri piri kjúklingur

Portúgalskur piri piri kjúklingur. Kjartan Smári og Hildigunnur buðu upp á afar hressandi kjúklingarétt í portúgölsku  Pálínu-matarboði. Í staðinn fyrir kjúklingavængi má nota aðra kjúklingabita. Eldunartíminn hér að neðan miðast við vængi.