Súkkulaðismákökur með kryddi
Þessar eru bandarískrar ættar, með örlitlum jólakryddkeim.
.
Súkkulaðismákökur með kryddi
Gerir 50-60 stk.
150 g ósaltað mjúkt smjör
200 g dökkur púðursykur
2 stór egg
1 tsk vanilla
300 g hveiti
1 tsk engiferduft
¾ tsk kanill
½ tsk múskat
1½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
300 g súkkulaði saxað gróft.
Þeytið smjör og sykur þar til létt. Hrærið saman við eggjum og vanillu. Minnkið hraðann og bætið öllu öðru út í nema súkkulaðinu síðast þegar allt er orðið vel blandað. Rúllið upp í pylsur í plastfilmu og kælið.
Hitið ofninn í 180°C og setjið á bökunarpappír með góðu millibili. Bakið í 6-8 mín.