Súkkulaðismákökur með kryddi

Súkkulaðismákökur með kryddi jólauppskriftir jólin smákökur súkkulaði
Súkkulaðismákökur með kryddi


Súkkulaðismákökur með kryddi

Þessar eru bandarískrar ættar, með örlitlum jólakryddkeim.

— SMÁKÖKUR — JÓLIN

.

Súkkulaðismákökur með kryddi

Gerir 50-60 stk.
150 g ósaltað mjúkt smjör
200 g dökkur púðursykur
2 stór egg
1 tsk vanilla
300 g hveiti
1 tsk engiferduft
¾ tsk kanill
½ tsk múskat
1½ tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
1 tsk salt
300 g súkkulaði saxað gróft.

Þeytið smjör og sykur þar til létt. Hrærið saman við eggjum og vanillu. Minnkið hraðann og bætið öllu öðru út í nema súkkulaðinu síðast þegar allt er orðið vel blandað. Rúllið upp í pylsur í plastfilmu og kælið.

Hitið ofninn í 180°C og setjið á bökunarpappír með góðu millibili. Bakið í 6-8 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

þurristaðar hnetur og fræ

þurristaðar hnetur og fræ

Þurristaðar hnetur og fræ. Nathalía Druzin Halldórsdóttir útbjó ægigott Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu, en ekki bara það. „Hinn rétturinn sem ég er með eru þurristaðar hnetur og fræ sem ég salta á pönnunni og raða í kring þurrkuðum ávöxtum, engin uppskrift - bara holl orka."

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt - bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave