Fjögur góð síldarsalöt – veisla á Ísafirði

Síldarsalöt - veisla á Ísafirði bjarney ingibjörg gunnlaugsdóttir síld síldarsalat bananasíld hvítlaukssíld karrýsíld eplakarrísíld rauðrófusíld Síldarveisla á Ísafirði. Gunnlaugur, Anna Lóa Guðmundsdóttir og dóttir þeirra Bjarney Ingibjörg gunnlaugsdóttir. Húsmæðraskólinn ósk húsmæðraskólinn á ísafirði síldaruppskriftir rúgbrauðsuppskrift lekkert og smart
Síldarveisla á Ísafirði. Gunnlaugur Einarsson, Anna Lóa Guðmundsdóttir og dóttir þeirra Bjarney Ingibjörg.

Síldarsalöt – veisla á Ísafirði

Það var hugsað fyrir hverju smáatriði hjá heiðurshjónunum Önnu Lóu Guðmundsdóttur og Gunnlaugi Einarssyni, þegar þau buðu heim í síldarveislu – bæði lekkert og smart. Fjórar tegundir af síldarsalötum, hver annari betri, á heimabökuðu rúgbrauði.

Síldaruppskriftirnar fékk Gulli er hann sótti matreiðslunámskeið í Húsmæðraskólanum á Ísafirði fyrir allnokkrum árum.

SÍLDSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐBJARNEY INGIBJÖRG SMÁKÖKURÍSAFJÖRÐURHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

.

 

Heimabakað gæða rúgbrauð

Rúgbrauð gróft

3 bollar rúgmjöl
1 bolli bankabygg ( mulið gróft)
2 bollar spelt fínt eða gróft
2 bollar sigtimjöl
2 bollar heilhveiti
1 1/2 bolli púðursykur
3 tsk salt
1 1/2 bréf þurrger
1 ltr undanrenna ekki ísköld
2- 3 dl súrmjólk eða ab mjólk vatn ef deigið er og þurrt.

Öllu blandað saman í hrærivélina, mjólin fyrst. bakaat á lokið v 100 gr í ca 8 klst
Ef sett er í rúsínubox gera gat á lokið. ca 6-7 brauð setja í rúmlega hálft box.
eftir bökun kæla smá setja í plastpoka kæla og frysta.

Eplasíld með karrí

Eplasíld m /karrí ( úr dönsku blaði)

1 dl sýrður rjómi 18%
1 dl majones
1 mtsk karrí
1 mtsk eplaedik
1 mtsk sætt sinnep
salt, pipar.
þetta er hrært vel saman, síðan er þessu bætt við
4 flök síld í bitum
2 epli skorin í bita
1 rauðlaukur smátt skorin
1/2 púrra hvíti hlutin skorin smátt, má vera minna.
50 gr graskersfræ ristuð.

 

 

Hvítlaukssíld

Hvítlaukssíld

2 mtsk majones
2 mtsk sýrður rjómi + þeyttur rjómi
2 mtsk hvítlauksrif
1/2 tsk paprika
2-4 stk asíur eftir stærð
1 tsk sykur, jurtasalt
2 flök síld í bitum

Bananasíld

Síld í bananasósu

2 stk síldarflök í smá bitum
ca 100 gr majones
ca 1/2 -1 dl þeyttur rjómi
1 tsk sætt sinnep
1 tsk paprika
1 stk banani í þunnum sneiðum
1 banani marin , settur í majonesið og rjóman
sítrónusafi. dill eða steinselja
Borið fram ískalt.

Síld í rauðrófurjóma

Síld með rauðrófurjóma

ca 1 dl niðursoðnar rauðrófur (Ora)
ca 1 dl léttþeyttur rjómi
1/2 – 1 tsk piparrót (rauður pakki)
dill
2 stk síldarflök í bitum.

Borið fram á salatblaði.

SÍLDSÍLDARSALÖTRÚGBRAUÐBJARNEY INGIBJÖRG SMÁKÖKURÍSAFJÖRÐURHÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.