Síldarsalöt – veisla á Ísafirði
Það var hugsað fyrir hverju smáatriði hjá heiðurshjónunum Önnu Lóu Guðmundsdóttur og Gunnlaugi Einarssyni, þegar þau buðu heim í síldarveislu – bæði lekkert og smart. Fjórar tegundir af síldarsalötum, hver annari betri, á heimabökuðu rúgbrauði.
Síldaruppskriftirnar fékk Gulli er hann sótti matreiðslunámskeið í Húsmæðraskólanum á Ísafirði fyrir allnokkrum árum.
— SÍLD — SÍLDARSALÖT — RÚGBRAUÐ — BJARNEY INGIBJÖRG — SMÁKÖKUR — ÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK —
.
Rúgbrauð gróft
3 bollar rúgmjöl
1 bolli bankabygg ( mulið gróft)
2 bollar spelt fínt eða gróft
2 bollar sigtimjöl
2 bollar heilhveiti
1 1/2 bolli púðursykur
3 tsk salt
1 1/2 bréf þurrger
1 ltr undanrenna ekki ísköld
2- 3 dl súrmjólk eða ab mjólk vatn ef deigið er og þurrt.
Öllu blandað saman í hrærivélina, mjólin fyrst. bakaat á lokið v 100 gr í ca 8 klst
Ef sett er í rúsínubox gera gat á lokið. ca 6-7 brauð setja í rúmlega hálft box.
eftir bökun kæla smá setja í plastpoka kæla og frysta.
Eplasíld m /karrí ( úr dönsku blaði)
1 dl sýrður rjómi 18%
1 dl majones
1 mtsk karrí
1 mtsk eplaedik
1 mtsk sætt sinnep
salt, pipar.
þetta er hrært vel saman, síðan er þessu bætt við
4 flök síld í bitum
2 epli skorin í bita
1 rauðlaukur smátt skorin
1/2 púrra hvíti hlutin skorin smátt, má vera minna.
50 gr graskersfræ ristuð.
Hvítlaukssíld
2 mtsk majones
2 mtsk sýrður rjómi + þeyttur rjómi
2 mtsk hvítlauksrif
1/2 tsk paprika
2-4 stk asíur eftir stærð
1 tsk sykur, jurtasalt
2 flök síld í bitum
Síld í bananasósu
2 stk síldarflök í smá bitum
ca 100 gr majones
ca 1/2 -1 dl þeyttur rjómi
1 tsk sætt sinnep
1 tsk paprika
1 stk banani í þunnum sneiðum
1 banani marin , settur í majonesið og rjóman
sítrónusafi. dill eða steinselja
Borið fram ískalt.
Síld með rauðrófurjóma
ca 1 dl niðursoðnar rauðrófur (Ora)
ca 1 dl léttþeyttur rjómi
1/2 – 1 tsk piparrót (rauður pakki)
dill
2 stk síldarflök í bitum.
Borið fram á salatblaði.
— SÍLD — SÍLDARSALÖT — RÚGBRAUÐ — BJARNEY INGIBJÖRG — SMÁKÖKUR — ÍSAFJÖRÐUR — HÚSMÆÐRASKÓLINN ÓSK —
.