
Óperuterta
Óperuterta er með frægari tertum heimsins, franskur eftirréttur með súkkulaði- og kaffibragði. Möndlusvampkökubotnar eru bleyttir með kaffi og sírópi, á milli er smjörkrem og súkkulaðimús og ofan á er súkkulaðibráð.
— ÓPERA — FRAKKLAND — PARÍS — BAKARÍ — SÚKKULAÐIMÚS —
.
Saga óperutertunnar má rekja til 1955, höfundur hennar er franski bakarinn Cyriaque Gavillon sem vann í Dalloyau bakaríinu í París. Sagt er að útlit tertunnar hafi minnt eiginkonu hans á Palais Garnier óperuna í París og þannig sé nafnið tilkomið.
Þessi kaka er tímafrek og vinnst í skrefum, en hvert skref er frekar auðvelt að undirbúa og auðveldara er að skipta verkinu á tvo daga. Lokaniðurstaðan er gefandi og ánægjuleg.
Kannski er bara auðveldast að fá sér Óperutertu í næstu Frakklandsferð 🙂
.

— ÓPERA — FRAKKLAND — PARÍS — BAKARÍ — SÚKKULAÐIMÚS —
.