Aldarfjórðungs samveruafmæli

Á leið í óperuna í Munchen sumarið 1999

Aldarfjórðungs samveruafmæli

Það er nú alveg sérlega gaman að segja frá því að í dag eru liðin 25 ár síðan leiðir okkar Bergþórs lágu saman. Á köldum en fögrum janúardegi hittumst við á Hverfisgötunni í Reykjavík, hann bauð mér í kaffi og segir (vonandi í gríni) að ég sé ennþá í kaffi 🙂 Eðlilega hefur margt gerst á aldarfjórðungi. Oft er hjónabandi líkt við veðrið; sól og hlýir sunnanvindar og norðanáhlaup (sem oftast stendur stutt) og þess á milli er alls konar veður. Veðurleysa í hjónabandi er ekki eftirsóknarverð, því að til að kunna að meta góða veðrið, þarf aðeins að blása á milli.

Þegar horft er til baka er greinilegt að okkur Bergþóri var ætlað að hittast – áfram örkum við saman vorn æviveg.

-– BERGÞÓRKannski er ástin

.

Núllpunkturinn, við hittumst á Hverfisgötunni í lok janúar 1999
Við giftum okkur í Dómkirkjunni á fögrum ágústdegi. MEIRA HÉR.
Með tengdó 17. júní 2019 þegar 75 ár voru liðin frá útskrift hans frá Menntaskólanum í Reykjavík. Páll útskrifaðist árið 1944 og strax eftir útskrift var skundað á Þingvöll. MEIRA HÉR.
Aldarfjórðungur og áfram örkum við saman vorn æviveg.
Tókum þátt í auglýsingu Íslandsstofu sem kallaðist Ferðumst innanlands, auglýsingin var tekin upp í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Og um svipað leyti urðu vatnaskil þegar Bergþóri var boðið að gerast skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, til að einfalda málið varð ég svo fljótlega aðstoðarskólastjóri 🙂 Í vor, fjórum árum síðar, lýkur ævintýralega skemmtilegum árum okkar á Ísafirði.
Í Covid var fitjað upp á og prjónaðar lopapeysur af miklum móð. Núna æfum við Fiðlarann á þakinu þá þá voru prjónarnir aftur teknir fram og lopapeysurnar verða tíu áður en sýningum lýkur.
Í tilefni tímamótanna var aðstendendunum Fiðlarans á þakinu boðið upp á brauðtertu.

t– Kannski er ástin

♥️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.