Það er nú alveg sérlega gaman að segja frá því að í dag eru liðin 25 ár síðan leiðir okkar Bergþórs lágu saman. Á köldum en fögrum janúardegi hittumst við á Hverfisgötunni í Reykjavík, hann bauð mér í kaffi og segir (vonandi í gríni) að ég sé ennþá í kaffi 🙂 Eðlilega hefur margt gerst á aldarfjórðungi. Oft er hjónabandi líkt við veðrið; sól og hlýir sunnanvindar og norðanáhlaup (sem oftast stendur stutt) og þess á milli er alls konar veður. Veðurleysa í hjónabandi er ekki eftirsóknarverð, því að til að kunna að meta góða veðrið, þarf aðeins að blása á milli.
Þegar horft er til baka er greinilegt að okkur Bergþóri var ætlað að hittast – áfram örkum við saman vorn æviveg.
Núllpunkturinn, við hittumst á Hverfisgötunni í lok janúar 1999Við giftum okkur í Dómkirkjunni á fögrum ágústdegi. MEIRA HÉR.Með tengdó 17. júní 2019 þegar 75 ár voru liðin frá útskrift hans frá Menntaskólanum í Reykjavík. Páll útskrifaðist árið 1944 og strax eftir útskrift var skundað á Þingvöll. MEIRA HÉR.Aldarfjórðungur og áfram örkum við saman vorn æviveg.Tókum þátt í auglýsingu Íslandsstofu sem kallaðist Ferðumst innanlands, auglýsingin var tekin upp í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Og um svipað leyti urðu vatnaskil þegar Bergþóri var boðið að gerast skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, til að einfalda málið varð ég svo fljótlega aðstoðarskólastjóri 🙂 Í vor, fjórum árum síðar, lýkur ævintýralega skemmtilegum árum okkar á Ísafirði.Í Covid var fitjað upp á og prjónaðar lopapeysur af miklum móð. Núna æfum við Fiðlarann á þakinu þá þá voru prjónarnir aftur teknir fram og lopapeysurnar verða tíu áður en sýningum lýkur.Í tilefni tímamótanna var aðstendendunum Fiðlarans á þakinu boðið upp á brauðtertu.
Sumarlegt salat. Nú streymir ferskt íslenskt grænmeti á markaðinn og ég er alveg að missa mig. Það má nota hvaða græna grænmeti sem uppistöðu í þetta salat. Þegar þetta var útbúið var ég nýkominn úr Frú Laugu með spínat og grænkál sem varð að uppistöðu hjá mér.
Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.
Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....
Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.