Óperuterta

Óperuterta
Óperuterta

Óperuterta

Óperuterta er með frægari tertum heimsins, franskur eftirréttur með súkkulaði- og kaffibragði. Möndlusvampkökubotnar eru bleyttir með kaffi og sírópi, á milli er smjörkrem og súkkulaðimús og ofan á er súkkulaðibráð.

ÓPERAFRAKKLANDPARÍSBAKARÍSÚKKULAÐIMÚS

.

Saga óperutertunnar má rekja til 1955, höfundur hennar er franski bakarinn Cyriaque Gavillon sem vann í Dalloyau bakaríinu í París. Sagt er að útlit tertunnar hafi minnt eiginkonu hans á Palais Garnier óperuna í París og þannig sé nafnið tilkomið.

Þessi kaka er tímafrek og vinnst í skrefum, en hvert skref er frekar auðvelt að undirbúa og auðveldara er að skipta verkinu á tvo daga. Lokaniðurstaðan er gefandi og ánægjuleg.

Kannski er bara auðveldast að fá sér Óperutertu í næstu Frakklandsferð 🙂

.

Palais Garnier óperan í París.

ÓPERAFRAKKLANDPARÍSBAKARÍSÚKKULAÐIMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum

Mexikóskur pottréttur með svörtum baunum og sætum kartöflum. Við vorum í matarboði hjá Þóru Fríðu og Baldri. Með hægeldaða lambalærinu var þetta mexíkóska meðlæti. Mjög gott og hentar bæði sem meðlæti og sem sér réttur.

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Frönsk eplabaka

Fronskeplabaka

Frönsk eplabaka. Ó, þessi er alltaf svo góð, vorum með matarboð þar sem þemað var Frakkland, gestirnir lofuðu bökuna í hástert, hún var borin var fram með Kjörís ársins