Sítrónukaka

-- IWONA -- FÖSTUDAGSKAFFI -- SÍTRÓNU... -- PÓLLAND -- Iwona Frach sítrónukaka sítónuhringur sítrónuterta ísafjörður tónlistarskólinn á Ísafirði tónlistarskóli ísafjarðar
Sítrónukaka Iwonu

Sítrónukaka

Iwona Frach, hinn frábæri píanókennari vor, kom með alveg sérstaklega góða sítrónuköku í vinnuna. Það er nú meira hvað bakstur og matseld liggur vel fyrir sumu fólki – Iwona er þar á meðal.

IWONAFÖSTUDAGSKAFFISÍTRÓNU… PÓLLANDÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINN

.

Janusz og Iwona Frach á kennarastofunni í Tónlistarskóla Ísafjarðar

Sítrónukaka

200 g hveiti
150 g sykur
200 g mjúkt smjör
4 meðalstór egg
1 sítróna – safi + börkur
1 tsk lyftiduft.

Setjið sykur, smjör og eggjarauður í eina skál og þeytið vel saman í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin loftkennd og sykurinn leysist alveg upp.

Bætið sigtuðu hveiti, lyftidufti og sítrónusafa og sítrónuberki saman við og hrærið.

Aðskiljið eggjahvíturnar og eggjarauður.

Stífþeytið eggjahvíturnar (smá salti við skerpir bragðið) – byrjið á lágum hraða og aukið smám saman. Þeytið eggjahvíturnar ekki lengur en í 2-3 mínútur til að forðast loftbólur.

Bætið þeyttum eggjahvítunum smám saman út í deigið og bætið hverri matskeið af þeim varlega í deigið.
Smyrjið mótið með afganginum af smjörinu og hellið deiginu í og sléttið yfirborðið.

Bakið við 180°C í um 40 mín. Stingið prjóni í kökuna eftir 35 mín til að athuga hvort hún sé bökuð.

Ekki hafa áhyggjur ef deigið lyftist ekki mjög mikið. Rök sítrónukaka með smjöri lyftist ekki mjög hátt.

Kremið með sítrónukökunni

3 msk sítrónusafi
8-10 msk flórsykur – u.þ.b.100-120g

Hellið sítrónusafa í skál og bætið við 8 msk af flórsykri. Þeytið vel saman bætið við meiri flórsykri ef kremið er ekki nógu þykkt.

IWONAFÖSTUDAGSKAFFISÍTRÓNU… PÓLLANDÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gúrkusalat

Gúrkusalat. Í Þýskalandi er algengt að útbúa grænmetissalat út einni tegund grænmetis. T.d. radísum, gulrótum, kartöflum og gúrkum. Uppistaða dressinganna í þessum salötum er yfirleitt edik, olía, rjómi og krydd. 

 

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.