Sítrónukaka

-- IWONA -- FÖSTUDAGSKAFFI -- SÍTRÓNU... -- PÓLLAND -- Iwona Frach sítrónukaka sítónuhringur sítrónuterta ísafjörður tónlistarskólinn á Ísafirði tónlistarskóli ísafjarðar
Sítrónukaka Iwonu

Sítrónukaka

Iwona Frach, hinn frábæri píanókennari vor, kom með alveg sérstaklega góða sítrónuköku í vinnuna. Það er nú meira hvað bakstur og matseld liggur vel fyrir sumu fólki – Iwona er þar á meðal.

IWONAFÖSTUDAGSKAFFISÍTRÓNU… PÓLLANDÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINN

.

Janusz og Iwona Frach á kennarastofunni í Tónlistarskóla Ísafjarðar

Sítrónukaka

200 g hveiti
150 g sykur
200 g mjúkt smjör
4 meðalstór egg
1 sítróna – safi + börkur
1 tsk lyftiduft.

Setjið sykur, smjör og eggjarauður í eina skál og þeytið vel saman í nokkrar mínútur þar til blandan er orðin loftkennd og sykurinn leysist alveg upp.

Bætið sigtuðu hveiti, lyftidufti og sítrónusafa og sítrónuberki saman við og hrærið.

Aðskiljið eggjahvíturnar og eggjarauður.

Stífþeytið eggjahvíturnar (smá salti við skerpir bragðið) – byrjið á lágum hraða og aukið smám saman. Þeytið eggjahvíturnar ekki lengur en í 2-3 mínútur til að forðast loftbólur.

Bætið þeyttum eggjahvítunum smám saman út í deigið og bætið hverri matskeið af þeim varlega í deigið.
Smyrjið mótið með afganginum af smjörinu og hellið deiginu í og sléttið yfirborðið.

Bakið við 180°C í um 40 mín. Stingið prjóni í kökuna eftir 35 mín til að athuga hvort hún sé bökuð.

Ekki hafa áhyggjur ef deigið lyftist ekki mjög mikið. Rök sítrónukaka með smjöri lyftist ekki mjög hátt.

Kremið með sítrónukökunni

3 msk sítrónusafi
8-10 msk flórsykur – u.þ.b.100-120g

Hellið sítrónusafa í skál og bætið við 8 msk af flórsykri. Þeytið vel saman bætið við meiri flórsykri ef kremið er ekki nógu þykkt.

IWONAFÖSTUDAGSKAFFISÍTRÓNU… PÓLLANDÍSAFJÖRÐURTÓNLISTARSKÓLINN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Guacamole, einfalt og fljótlegt

Guacamole er fljótlegt að útbúa og svo er það einfalt. Þá er það einstakla mjúkt og bragðgott og mætti kalla lárperumauk á íslensku. Ég útbú allltaf vel af guacamole og háma svo í mig restina. Avókadó er fullt af hollum fitum

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.