Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur mexíkó kínóa quinoa avókadó nýrnabaunir kóríander maísbaunir
Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur

Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur kínóaréttur undir mexíkóskum áhrifum. Ágætt að útbúa stóran skammt, rétturinn er góður og er það líka daginn eftir.

Sagði einhver að hollur matur væri óspennandi og vondur?

MEXÍKÓKÍNÓANÝRNABAUNIRAVÓKADÓ

.

Mexíkóskur kínóaréttur

Mexíkóskur kínóaréttur

1 b kínóa
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 chili (eða jalapeno)
1 ds niðursoðnir tómatar
1 b vatn
1 tsk cumin
salt + pipar
1 ds nýrnabaunir
1 ds maísbaunir
1 avókadó
safi úr einu lime
2 msk saxað kóríander.

Saxið hvítlauk og chili og léttsteikið í olíunni.
Bætið við kínóa, tómötum, vatni og kryddi og sjóðið í 20 mín.
Skolið nýrnabaunir og bætið við ásamt maísbaunum (ekki safanum).
Skerið niður avókadó og blandið saman við.
Kreistið lime yfir.
Stráið kóríander yfir.

MEXÍKÓKÍNÓANÝRNABAUNIRAVÓKADÓ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

 

 

 

Gleðileg jól, kæru vinir nær og fjær

Við Bergþór og Páll höfum haft þann sið í mörg ár að fara á milli vina og kunningja á aðfangadagsmorgun með lítilræði í poka, í þetta skiptið heimatilbúið vanilluextrakt í flösku og súkkulaði, en með fylgir vísa frá hinum aldna veðurhöfðingja. Í þetta skiptir hljómar hún svo: