Mexíkóskur kínóaréttur
Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur kínóaréttur undir mexíkóskum áhrifum. Ágætt að útbúa stóran skammt, rétturinn er góður og er það líka daginn eftir.
Sagði einhver að hollur matur væri óspennandi og vondur?
— MEXÍKÓ — KÍNÓA — NÝRNABAUNIR — AVÓKADÓ —
.
Mexíkóskur kínóaréttur
1 b kínóa
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksgeirar
1 chili (eða jalapeno)
1 ds niðursoðnir tómatar
1 b vatn
1 tsk cumin
salt + pipar
1 ds nýrnabaunir
1 ds maísbaunir
1 avókadó
safi úr einu lime
2 msk saxað kóríander.
Saxið hvítlauk og chili og léttsteikið í olíunni.
Bætið við kínóa, tómötum, vatni og kryddi og sjóðið í 20 mín.
Skolið nýrnabaunir og bætið við ásamt maísbaunum (ekki safanum).
Skerið niður avókadó og blandið saman við.
Kreistið lime yfir.
Stráið kóríander yfir.
— MEXÍKÓ — KÍNÓA — NÝRNABAUNIR — AVÓKADÓ —
.