Púðursykurmarengs
Það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt að komast í gott kaffiboð. Við spjölluðum um daginn og veginn við konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal og var boðið í kvöldkaffi með þeim á eftir. Dagný Sif Snæbjarnardóttir kom með undurgóða púðursykursmarengstertu.
— MARENGS — KVENFÉLÖG — MARENGSTERTA — PÚÐURSYKUR — TERTUR — HNÍFSDALUR —
.

Púðursykurmarengs
8 eggjahvítur
10 dl púðursykur
Á milli setti ég 850 ml rjóma, þeytti rjómann, bæti svo við 3 tsk flórsykur og 2 tsk vanillusykur og þeytti við.
6 stórar kókosbollur, fersk bláber ca 1 askja, 1 askja fersk jarðarber, 1 poki karamellukurl.
Hrærði þessu varlega við rjómann.
Ofan á kökuna 1 poki rjóma kúlur bræddar saman við 1 dl rjóma, látið kólna aðeins og hellt yfir marengsið.
Að lokum setti ég 1 askja bláber, 1/2 askja jarðarber og ein askja hindber ofan á kökuna.
.


— MARENGS — MARENGSTERTA — PÚÐURSYKUR — TERTUR — HNÍFSDALUR —
.