Púðursykurmarengs

0
Auglýsing

Púðursykurmarengs

Það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt að komast í gott kaffiboð. Við spjölluðum um daginn og veginn við konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal og var boðið í kvöldkaffi með þeim á eftir. Dagný Sif Snæbjarnardóttir kom með undurgóða púðursykursmarengstertu.

Auglýsing

MARENGSKVENFÉLÖGMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal á tröppum félagsheimilisins.

Púðursykurmarengs

8 eggjahvítur
10 dl púðursykur

Á milli setti ég 850 ml rjóma, þeytti rjómann, bæti svo við 3 tsk flórsykur og 2 tsk vanillusykur og þeytti við.
6 stórar kókosbollur, fersk bláber ca 1 askja, 1 askja fersk jarðarber, 1 poki karamellukurl.
Hrærði þessu varlega við rjómann.

Ofan á kökuna 1 poki rjóma kúlur bræddar saman við 1 dl rjóma, látið kólna aðeins og hellt yfir marengsið.
Að lokum setti ég 1 askja bláber, 1/2 askja jarðarber og ein askja hindber ofan á kökuna.

.

Hluti af veisluborði kvenfélagskvenna í Hnífsdal
Kvenfélagskonur í Hnífsdal

MARENGSMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Fyrri færslaHeimsins bestu bollur – skólabollur
Næsta færslaPróteinríkt túnfisksalat