Púðursykurmarengs

Púðursykurmarengs

Það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt að komast í gott kaffiboð. Við spjölluðum um daginn og veginn við konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal og var boðið í kvöldkaffi með þeim á eftir. Dagný Sif Snæbjarnardóttir kom með undurgóða púðursykursmarengstertu.

MARENGSKVENFÉLÖGMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal á tröppum félagsheimilisins.

Púðursykurmarengs

8 eggjahvítur
10 dl púðursykur

Á milli setti ég 850 ml rjóma, þeytti rjómann, bæti svo við 3 tsk flórsykur og 2 tsk vanillusykur og þeytti við.
6 stórar kókosbollur, fersk bláber ca 1 askja, 1 askja fersk jarðarber, 1 poki karamellukurl.
Hrærði þessu varlega við rjómann.

Ofan á kökuna 1 poki rjóma kúlur bræddar saman við 1 dl rjóma, látið kólna aðeins og hellt yfir marengsið.
Að lokum setti ég 1 askja bláber, 1/2 askja jarðarber og ein askja hindber ofan á kökuna.

.

Hluti af veisluborði kvenfélagskvenna í Hnífsdal
Kvenfélagskonur í Hnífsdal

MARENGSMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Geiri Smart – veitingahús

Geiri Smart Geiri Smart

Geiri Smart - veitingahús. Öll (smá)atriði þaulhugsuð.  Veitingastaðurinn fer beint á topp fimm yfir bestu veitingahús á Íslandi. SMART, SMART, SMART.

Þema á staðnum og á hótelinu í sama húsi tengist hinu bráðskemmtilega bandi Spilverki Þjóðanna. T.d. er matseðillinn með A og B hlið, eins og á vinyl plötu.

Það er kannski klisja að tala um falið leyndarmál EN ... Mikið svakalega kom allt okkur á óvart. Þetta er ævintýralega vel heppnaður veitingastaður á besta stað í borginni. Þaulhugsað heildarkonsept, allt frá einstaklega töff og um leið notalegu umhverfi, yfir í matseld sem lætur bragðlaukana beinlínis fagna með gleðitárum, klæðileg og smart föt þjónanna og handgert leirtau. Íslensk hönnun er í hávegum höfð og húsgögn sem smíðuð hafa verið fyrir staðinn eru gerð hérlendis.

Sítrónukladdkaka Þóru Fríðu

Sítrónukladdkaka. Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari bauð í morgunkaffi og meðal þess sem var í boði var sítrónukladdkaka. Mjúk kaka, hvorki súr né sæt - bara virkilega, virkilega góð. Uppskriftina fékk Þóra Fríða í dagblaði, tvær systur sem hafa ástríðu fyrir að baka fljótlegar tertur gáfu uppskriftina þar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave