Púðursykurmarengs

Púðursykurmarengs

Það er nú ekkert sérstaklega leiðinlegt að komast í gott kaffiboð. Við spjölluðum um daginn og veginn við konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal og var boðið í kvöldkaffi með þeim á eftir. Dagný Sif Snæbjarnardóttir kom með undurgóða púðursykursmarengstertu.

MARENGSKVENFÉLÖGMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Konurnar í Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal á tröppum félagsheimilisins.

Púðursykurmarengs

8 eggjahvítur
10 dl púðursykur

Á milli setti ég 850 ml rjóma, þeytti rjómann, bæti svo við 3 tsk flórsykur og 2 tsk vanillusykur og þeytti við.
6 stórar kókosbollur, fersk bláber ca 1 askja, 1 askja fersk jarðarber, 1 poki karamellukurl.
Hrærði þessu varlega við rjómann.

Ofan á kökuna 1 poki rjóma kúlur bræddar saman við 1 dl rjóma, látið kólna aðeins og hellt yfir marengsið.
Að lokum setti ég 1 askja bláber, 1/2 askja jarðarber og ein askja hindber ofan á kökuna.

.

Hluti af veisluborði kvenfélagskvenna í Hnífsdal
Kvenfélagskonur í Hnífsdal

MARENGSMARENGSTERTAPÚÐURSYKURTERTURHNÍFSDALUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarborgin Búdapest – framhald

BÚDAPEST. Það segir þó nokkuð um borg/land ef maður fer þangað tvisvar á sama árinu. Sléttum sex mánuðum eftir að við fórum til Búdapest var haldið aftur þangað á vegum Heimsferða. Að þessu sinni fórum við Bergþór með hóp út að borða og annan í matargönguferð um miðborgina. Ótrúlega fjölbreytt matarborg sem kemur endalaust á óvart.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.