Iwona og Janusz buðu samstarfsfólkinu heim í grillveislu
Matarborgin Kraká í Póllandi
Svei mér þá, ég held að ekkert gleðji mig eins og að kynnast heiminum í gegnum mat með góðu fólki. Samstarfsfólkið í Tónlistarskóla Ísafjarðar fór í náms- og skemmtiferð til Krakár í Póllandi. Þar var veisla á hverjum degi og fólk tók hressilega til matar síns. Hér að neðan er aðeins brot af öllu því sem við gerðum.
Hjá ferðamönnum er vinsælt að leigja ferð í hestakerru í miðborg KrakárMorgunverðurinn á Francuski hótelinuer einn sá fjölbreyttasti og besti sem ég hef fengið.Auðvitað fer maður í eina góða súkkulaðibúðÁ Czartoryski safninu, við hliðina á hótelinu okkar, er m.a. þetta málverk eftir Leonardo da Vinci.Við skelltum okkur á dansnámskeið og lærðum barrokdansa – mjög hressandi og skemmtilegtDickery er kaffihús í KrakáÁ veitingahúsinu WierzynekÁ veitingahúsinu WierzynekHægelduð önd á veitingahúsinu WierzynekVeitingahúsið Wierzynek: Chili og hunangsmarineraður túnfiskur, sítrónumæjónes og laxakavíarVeitingahúsið Wierzynek: VatnakrabbasúpaVeitingahúsið Wierzynek: Dádýralund með trufflukartöflum, gulróta og appelsínumús og sveppasósu.Veitingahúsið Wierzynek: Reykt hvít súkkulaðimús með saffrani og illiberjum.Í Wawel konungshöllinniSprúðlandi fersk jarðarberÁgústa og AlbertEgg Benedict
Albert, Rúna, Iwona, Janusz, Ágústa, Judy, Skúli, Bjarney, Mikolaj, Sara Hrund, Beáta, Bergþór, Andri Pétur og Jón Mar
Pippterta. Guja Begga, eða Guðríður Bergkvistsdóttir, er ein af fjölmörgum konum sem ég hef matarást á - eða samt aðallega tertuást. Um árið bakaði hún fyrir mig Rasptertu og ég gerði mér upp erindi daginn eftir til að fá meira af tertunni. Núna bakaði Guja Pipptertu sem auðvitað bragðaðist vel eins og allt sem hún galdrar fram.
Harry prins og Meghan - konunglegt giftingarboð. Með ánægju tilkynnist það hér og nú að ég hef ákveðið að koma út úr Royalistaskápnum. Það einstaklega gaman að fylgjast með giftingu þeirra Harrýs og Meghan með góðu fólki sem allir áttu það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á konungsfjölskyldum. Hópurinn fylgdist af mjög miklum áhuga með giftingunni í Englandi í dag.
Kartöfluvínarbrauð. Ef þið eigið afganga af kartöflum er alveg upplagt að baka úr þeim vínarbrauð. Nú ef þið eigið ekki afganga þá má bara sjóða nokkrar kartöflur og baka úr þeim vínarbrauð :) Það er ágætt að hafa í huga að deigið getur klestst og því ágætt að hnoða upp í það meira hveiti - þarf svolítið að meta. Þó flestir séu vanir rabarbarasultu á kartöfluvínarbrauðið má vel breyta til og annað hvort blanda annarri sultu saman við eða eins og er á meðfylgjandi mynd - nota bláberjasultu.