
Kínóapanna
Það þarf ekki alltaf að flækja málin, í raun er hægt að nota hvaða grænmeti sem er en ég átti hálfan kúrbút sem var saxaður gróft og notaður.
— KÍNÓA — KÚRBÍTUR — NÝRNABAUNIR — KJÚKLINGABAUNIR —
.
Kínóapanna
1/2 ferskur chili
2 dl saxaður blaðlaukur
2 hvítlauksgeirar
2/3 dl ólífuolía
1/2 kúrbítur í bitum
2 b soðið kínóa
1 ds kjúklingabaunir
1 ds nýrnabaunir
1-2 dl fetaostur í bitum
1-2 dl saxað kóríander
Salt og pipar
Saxið chili og hvítlauk og steikið á pönnu ásamt blaðlauk.
Bætið við kúrbít, kínóa og baunum og blandið vel saman.
Setjið í lokin feta, kóríander, salt og pipar. Rétturinn verður ennbetri með því að kreista sítrónu yfir.
— KÍNÓA — KÚRBÍTUR — NÝRNABAUNIR — KJÚKLINGABAUNIR —
.